föstudagur, júlí 02, 2004
Útskrifuð
Jújú, það er rétt hjá ömmu, ég er útskrifuð frá dagmömmunni. Ég held að bæði dagmamman og mamma hafi verið svolítið leiðar yfir því, en ég er nú orðin svo stór að það er bara kominn tími til að fara á næsta skólastig :-) En mikið vorum við nú heppin að finna þau Katrínu og Hilmar, ég er sko búin að hafa það rosalega gott hjá þeim, læra margt og gera margt skemmtilegt.
fimmtudagur, júlí 01, 2004
Ég er snillingur
Það tókst, ég get hoppað! Ég er líka búin að æfa mig oft á dag í langan tíma og loksins tókst það, mikið er ég montin af mér.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)