fimmtudagur, mars 27, 2003

Rosalega er ég nú klár og fljót að læra. Fyrir þremur dögum gat ég náð seríosi í lófann minn, en svo hvarf það alltaf og ég skildi ekki neitt. En núna gengur mér bara ágætlega að tína upp í mig hringina. Að vísu fara þeir stundum úr munninum aftur með hendinni, en mér tekst líka að koma mörgum alla leið ofan í maga.
Mér finnst nú bara gaman að fara niður í Skútuvog, fullt af skemmtilegu fólki sem ég get brosað til. Svo var ég áðan að horfa á nýju Stubbaspóluna mína, hún er mjög skemmtileg. Og ég fékk líka nýjan tannbursta í gær sem amma gaf mér. Ég var mjög ánægð með að láta bursta tennurnar mínar tvær.
Mömmukonunni brá nú pínu að koma niður í gærkvöldi og kíkja á þetta litla skott í rúminu sínu, hún lá á maganum og grúfði sig niður í dýnuna og hundinn sinn. En það var nú allt í lagi með hana. Dagurinn byrjaði annars ekki vel hjá okkur, þegar ég ætlaði að kveikja á tölvunni þá kom Operating System Not Found. Og við nánari athugun kom í ljós að harði diskurinn fannst bara alls ekki. Þannig að við mæðgurnar drösluðumst niður í Skútuvog, og þaðan í Nýherja með tölvuna í flýtiviðgerð. Hún kemur víst á eftir og það tókst að bjarga gögnunum. Sem betur fer, því ég var ekki búin að brenna allar stafrænu myndirnar á geisladisk.

miðvikudagur, mars 26, 2003

Tanntakan gengur bara vel hjá mér, nú er hin framtönnin í neðri góm komin líka. Mamma er samt ekki ennþá búin að kaupa handa mér tannbursta, hún er búin að fara í margar búðir og það er bara hvergi til smábarnatannbursti. Þannig að nú er amma búin að taka málin í sínar hendur og vonandi kemur hún með tannbursta handa mér á eftir. Ég var í síðasta sundtímanum í gær. Ég var sko langduglegust. Eða alla vega langmontnust, ég nefnilega hrópaði og kallaði allan tímann svo það tækju örugglega allir eftir mér. Svo er næsta námskeið í ágúst, nú verða pabbi og mamma bara að vera dugleg að fara með mig í sund þangað til, svo ég haldist í æfingu. Ég er nefnilega orðin svo flink að kafa og synda.

Við mamma fórum loksins að hitta vini mína í dag, ég hafði ekki séð þau í langan tíma, heilan mánuð held ég bara. Það var rosalega gaman, ég var mjög spennt að skoða hina krakkana og prófa að toga í eyrun þeirra og svona. Svo fékk ég lánaðan vagninn hjá Söru Mist vinkonu minni svo ég gæti lagt mig aðeins því ég var náttúrulega orðin dauðþreytt, mamma þurfti að masa svo mikið. Í næstu viku ætla þau svo að koma að heimsækja mig, loksins gat ég boðið þeim í heimsókn fyrst það er komið parket á gólfið.

mánudagur, mars 24, 2003

Vegna fjölda áskorana :) er hérna bollahöldusagan:

Caller: "Hello, is this Tech Support?"

Tech Rep: "Yes, it is. How may I help you?"

Caller: "The cup holder on my PC is broken and I am within my warranty period. How do I go about getting that fixed?"

Tech Rep: "I'm sorry, but did you say a cup holder?"

Caller: "Yes, it's attached to the front of my computer."

Tech Rep: "Please excuse me if I seem a bit stumped, it's because I am. Did you receive this as part of a promotional, at a trade show? How did you get this cup holder? Does it have any trademark on it?"

Caller: "It came with my computer, I don't know anything about a promotional. It just has '4X' on it."

At this point the Tech Rep had to mute the caller, because he couldn't stand it. The caller had been using the load drawer of the CD-ROM drive as a cup holder, and snapped it off the drive. Previously, CD-ROM makers used to label the front of the CD-ROM drive with its speed (e.g. 2X, 4X, 8X). As drives became faster, this practice faded away.


According to the lore, this came from a technical representative from Australia, where they have a beer called "4X".

sunnudagur, mars 23, 2003

Pabbi var líka rosalega góður við mömmu í morgun, hann fór með mig upp að leika og leyfði henni að sofa. En rosalega var ég orðin svöng þegar mamma loksins vaknaði! Núna er ég að fá mér lúr í vagninum og svo er ég að fara í afmæli hjá frændum mínum og frænku í Bollagörðum, það verður örugglega mikið fjör.Tönnin mín smá mjakast upp, en hin er ekki komin í gegn ennþá. Þetta pirrar mig stundum dálítið, en samt ekkert til að kvarta yfir, ég virðist ætla að sleppa nokkuð vel frá þessu.
En pabbi minn er kóróna!

What Sort of Hat Are You? I am a Crown.I am a Crown.


I'm regal and proud. People instinctively follow my lead, so I don't even have to try. Sometimes it's a drag. What Sort of Hat Are You?
Og rauður hattur, úps, hún er svo mikill nörd...

What Sort of Hat Are You? I am a Redhat.I am a Redhat.


I'm too much of a geek to be a genuine hat of any sort. I was hoping my result would be 'white-hat' or 'black-hat', and am disappointed that those results weren't even available. I probably think the cup-holder story is funny. What Sort of Hat Are You?
Mamma mín er te!

What Flavour Are You? Cor blimey, I taste like Tea.Cor blimey, I taste like Tea.


I am a subtle flavour, quiet and polite, gentle, almost ambient. My presence in crowds will often go unnoticed. Best not to spill me on your clothes though, I can leave a nasty stain. What Flavour Are You?

fimmtudagur, mars 20, 2003

Pabbi var nú aðeins að gera athugasemd við þetta orðalag hjá mér, það er náttúrulega ekki rétt að öll tönnin sé komin upp, heldur er bara öll brúnin á henni komin í gegn. Svo er hin framtönnin niðri alveg að koma líka.

miðvikudagur, mars 19, 2003

Ég er komin með tönn! Við mamma vorum ekki alveg vissar um daginn, en svo sýndi ég henni áðan og þá sá hún alveg tönnina, hún er komin öll upp úr gómnum. Svo nú verður hún að drífa sig að kaupa tannbursta. Og ég hef bara ekkert fundið fyrir þessu, aldeilis sem ég er nú heppin. Vonandi verður þetta bara svona auðvelt með hinar tennurnar líka. Aldeilis verður nú fyndið að sjá mig bráðum, með eina litla framtönn í neðri góm.

þriðjudagur, mars 18, 2003

Já, og ég er 6 mánaða í dag, ekkert smá stór! Pabbi gaf mér parkettið á stofuna í afmælisgjöf svo ég gæti farið að æfa mig að skríða.
Jæja, þá er ég flutt. Ég er núna komin í herbergi með stóra bróður, svaf þar í fyrsta skipti í nótt. Það gekk bara vel, reyndar vaknaði ég klukkan tvö og mamma gaf mér bara að drekka af því hún nennti ekki að hlusta á mig skæla og pabbi er lasinn og svona. En svo fór ég aftur í rúmið mitt og svaf þar til sjö í morgun. Það var bara mjög fínt og notalegt. Svo var ég að koma úr sundi, afi og amma komu og tóku fullt af myndum, verst að pabbi komst ekki með af því að hann er lasinn. En ég var alveg rosalega dugleg allan tímann, kafaði og synti um allt.

mánudagur, mars 17, 2003

Ó nei! Allt sem ég var búin að skrifa bara horfið! Jæja, þá er bara að reyna aftur. Ég passaði fínt í sparikjólinn minn og var rosalega fín í veislunni hennar Giselu ömmu. Það var annars mjög gaman, fullt af krökkum, litlum frænkum sem ég hef aldrei hitt og svona. Mér fannst bara verst að geta ekki hlaupið um með þeim. En ég fékk enga köku. Samt er ég næstum komin með tönn. Ég beit mömmu í puttann með henni í veislunni, en við erum ekki alveg vissar hvort hún er komin í gegn eða hvort hún er bara alveg að koma. Í gær fór ég svo aftur að hitta ömmu og afa á Akureyri, við fórum og borðuðum með þeim og frændum mínum og Silju frænku. Og í gærkvöldi fór ég til ömmu og afa í Hjallabrekku, amma var að reyna að kenna mér að skríða. Ég skil ekki hvað ég er að gera vitlaust, ég sparka með fótunum eins og ég get en samt gerist ekki neitt. En ég er búin að læra að tala fullt, lærði helling af nýjum "orðum" í gær. Verst að enginn skilur það sem ég er að segja. Til dæmis kann ég að segja ædædædæ, það þýðir nei mamma, ég vil ekki fara að sofa þó ég sé þreytt, ég gæti misst af einhverju. Ég er búin að fá að smakka soðna gulrót og seríos og ferskjumauk, mér finnst þetta allt saman voða gott og er að fá heilmikinn áhuga núna á að borða.

fimmtudagur, mars 13, 2003

Ég er nú bara alveg hætt að liggja á bakinu núna, velti mér alltaf yfir á magann. Það er bara pínu til vandræða þegar ég er að reyna að fara að sofa, ég get nefnilega ekki sofnað á maganum. Svo þá þurfa pabbi og mamma að koma og leggja mig aftur á bakið svo ég geti sofnað.Mamma gaf mér brokkolí áðan. Mér fannst það nú bara nokkuð gott. En svo eftir smá stund gubbaði ég dálítið, svo mamma ætlar alla vega að fara rólega í að gefa mér meira. Á sunnudaginn verður afmælisveislan hennar ömmu Giselu. Húrra ég hlakka til, það verður örugglega gaman. Kannski fæ ég köku. Skyldi ég ennþá komast í sparikjólinn minn? Já og mamma, ekki gleyma að þvo sokkabuxurnar mínar sem eru neðst í þvottakörfunni.

þriðjudagur, mars 11, 2003

Merkilegt fyrirbæri þessi munnur. Og skrýtin og skemmtileg hljóð sem er hægt að gera með honum. Ég var að fatta eitt rosalega sniðugt, það er að vera með eitthvað uppi í munninum, t.d. putta eða tá, og gera svo hljóð með vörunum og tungunni. Afskaplega skemmtilegt finnst mér. Svo brá mér reyndar pínu í gær, þá var ég með skeið með graut uppi í munninum og ákvað að prófa að gera svona hljóð, en þá allt í einu fékk ég bara graut í andlitið! Mömmu fannst þetta voða fyndið, en ég var nú frekar hissa. Í gær fór ég í sturtu með mömmu og ég gat eiginlega alveg setið sjálf á gólfinu, studdi mig meira að segja með hendinni og allt. Mamma passaði mig samt mjög vel því það er svo hart að detta á flísarnar. En það er ekki langt þangað til ég get farið að sitja alveg sjálf. Og ég held ég sé alveg að ná þessu með að skríða, ég er alla vega alltaf að reyna, alveg á fullu. Eins gott að mamma og pabbi drífi sig að setja parkettið á stofuna. Og ég er orðin rosalega klár að velta mér af bakinu á magann, til dæmis velti ég mér þrisvar sinnum í rúminu mínu í gærkvöldi. Ég skil ekkert í því að mamma skyldi ekki hrósa mér meira, eins og ég var dugleg.

sunnudagur, mars 09, 2003

Jibbí, nammi namm. Mamma gaf mér rófu í gær og mér fannst hún rosalega góð, reyndi eins og ég gat að hjálpa mömmu að koma skeiðinni upp í mig. Ég er samt ennþá að læra að koma matnum úr munninum og ofan í maga, en það þýðir ekkert annað en bara að æfa sig. Svo gaf amma mér líka smá banana í gær og mér fannst það líka bara nokkuð gott. Þannig að ég vona að ég sé bara búin að koma því til skila að ég vil fá mat! Mamma. Er það skilið? Ég fór í sund í gærmorgun, það var rosalega gaman fyrst, en svo var ég orðin svo þreytt að mamma og pabbi fóru á endanum bara með mig upp úr. Þá var ég samt búin að kafa fullt og vera rosalega dugleg, busla og skemmta mér helling. En mér finnst miklu betra að fara klukkan fimm á daginn heldur en á morgnana. Mikið var líka gott að sofna í vagninum eftir sundið. Í gærkvöldi kúkaði ég í klósettið, híhí, það var nú skrýtið. Ég var sko búin að kúka í bleyjuna og mamma var að skipta á mér en ég var ekki alveg búin. Sem betur fer tókst mér að koma mömmu í skilning um það og þá setti hún mig bara á klósettið til að klára. Mér fannst nú dálítið skrýtið að sitja þarna. Eitt finnst mér rosalega skemmtilegt að gera. Ég næ taki á mömmu, annað hvort læsi ég nöglunum í andlitið á henni eða gríp í hárin aftan í hnakkanum, og toga hana svo til mín og bít eins fast og ég get í hökuna hennar. Þetta finnst mér alveg frábært. Svo stundum ef mömmu tekst að losa sig þá setur hún upp einhvern kjánalegan svip og þykist vera reið. Hahaha það finnst mér fyndið.

föstudagur, mars 07, 2003

Ég veit ekki hvað er að gerast eiginlega. Ég vaknaði bara um þrjúleytið í nótt og fannst vera kominn dagur. Lék mér í dágóða stund með dúkkurnar mínar, og svo var ég orðin svo hræðilega svöng að ég fór alveg að háskæla. Á endanum leyfðu mamma og pabbi mér að koma upp í og fá súp. Ég held að mamma ætti að fara að gefa mér mat aftur, sama hvað hjúkkan í ungbarnaeftirlitinu segir.

fimmtudagur, mars 06, 2003

Ég er svo flink! Ég var loksins að læra að velta mér af bakinu á magann. Og mamma sá mig ekki einu sinni þegar ég velti mér, ég vará teppinu mínu og svo kom hún og þá var ég bara komin á magann. Ekkert smá dugleg. Svo er ég í nýjum fötum í dag, ég var næstum búin að vaxa upp úr þeim án þess að fara nokkurn tíma í þau. Þetta er nefnilega samfella og smekkbuxur og samfellan rétt svo passar, en buxurnar eru dálítið síðar ennþá og mamma var alltaf bara að horfa á þær þegar hún var að athuga hvort ég myndi passa í þessi föt. Ætli ég sé með eitthvað stuttar lappir? Annars svaf ég ekki vel í nótt. Kannski út af kvefinu mínu. Alla vega fékk ég loksins að koma upp í til mömmu klukkan hálffjögur, ég held hún hafi ekki nennt þessu lengur. Samt fékk ég ekki að drekka neitt, bara sjúga puttann hennar. En þá gat ég alveg sofnað, loksins. Pabbi fattaði líka að setja saltvatn í nefið mitt og þá leið mér betur. Svo klukkan sex vaknaði ég og fannst bara vera komin dagur, en það var ekki almenn stemmning fyrir því. Svo þá fékk ég að drekka og lék mér svo bara að tánum mínum og svona í smá stund og sofnaði svo aftur. Þannig að mamma og pabbi voru dauðþreytt í morgun og sváfu yfir sig og stóri bróðir var næstum orðinn of seinn til tannlæknis. En það slapp og hann var rosalega duglegur og ekki með neinar holur.

miðvikudagur, mars 05, 2003

Ó þetta, var ekki ég heldur Rósa Elísabet... Getur maður ekki séð einhvers staðar í hvaða nafni maður er loggaður inn? Annars er ég að reyna að uppfæra template-ið og það bara gengur ekki, bara komið eitthvað gamalt template, meira að segja breytingar sem ég gerði í gær og voru komnar inn eru farnar aftur. Þannig að Fúlhildur mín, ég vona að þú sért ekki fúl, ég er að reyna að setja link á þitt blogg líka.
Vei, ég fékk umslag til að leika mér með, það er sko langskemmtilegasta dót sem ég veit! Annars ætlaði ég bara að segja að ég svaf mjög vel í alla nótt, frá sirka hálftíu til sjö í morgun, þó hjúkrunarkonan í skoðuninni í gær segi að ég sé allt of lítil til þess. Svo var hún ekkert ánægð með að mamma væri að gefa mér mat. Humm, humm, ég er nú næstum sex mánaða og allt sem mamma hefur lesið segir að þá eigi ég að fá graut. Annars finnst mér nú best að borða umslag, nammnamm. Og mjólkurkex, og líka mandarínu.
Jæja, þá er ég komin með minn eigin aðgang og þarf ekki lengur að skrifa í mömmu nafni, húrra fyrir því. Annars er ég bara sofandi í vagninum mínum og alveg orðin hitalaus, húrra fyrir því líka.

þriðjudagur, mars 04, 2003

Æ ég er svoddan grey núna, alveg að kafna úr hori, og svo er ég komin með hita eftir sprautuna. En ég er steinsofnuð sem betur fer, vonandi get ég bara sofið vel í alla nótt.
Mamma er aðeins að fikta, hún nennir ekki að taka til í draugaherberginu...
Húrra, virkaði! Nema ég er ekki lengur sofandi, mamma komdu nú og náðu í mig!
Mamma ætlar að prófa að setja smiley, hann er steinsofandi eins og ég
Þá er það búið, og ekki mikið mál, ég fann nú ekkert fyrir þessari sprautu. Svo er bara vonandi að ég verði ekkert slöpp af henni heldur. Ég er orðin 7515 grömm og 67,5 sentimetrar.
Jæja, loksins tekst mér að reka mömmu að tölvunni að skrifa fyrir mig. Hún er búin að vera voða löt eitthvað. Þau fóru á árshátíðina á laugardaginn, það var víst voða gaman hjá þeim, og amma og afi í Hjallabrekku pössuðu mig og stóra bróður. Það gekk alveg ágætlega, ég drakk fullt af mjólk úr pelanum og amma gaf mér brokkolí og gulrót að smakka. Mér fannst það bara gott held ég. Svo reyndar var ég alveg ómöguleg og grét voða mikið, ég held ég hafi kannski verið orðin svolítið þreytt og þurfti að koma smávegis í bleyjuna sem gekk eitthvað hægt. En svo sofnaði ég á handleggnum hjá ömmu í smá stund, svo vaknaði ég og kom þessu frá mér í bleyjuna og þá var ég bara kát. Svo setti amma mig í rúmið klukkan tíu og ég sofnaði á nokkrum mínútum og svaf þangað til níu um morguninn. Mamma var mjög glöð með það. Svo fórum við í góðan göngutúr á sunnudaginn, það var svo gott veður, næstum eins og væri komið vor. Segir mamma alla vega, ég veit náttúrulega ekkert hvað það er. Ég á að fara í skoðun á eftir klukkan eitt, ég er reyndar með smá hor en ég held að við ætlum samt að fara. Ég á víst að fá sprautu, en Edda Sólveig vinkona mín segir að þetta sé ekkert mál, ég verð bara að reyna að vera dugleg.