mánudagur, mars 17, 2003
Ó nei! Allt sem ég var búin að skrifa bara horfið! Jæja, þá er bara að reyna aftur. Ég passaði fínt í sparikjólinn minn og var rosalega fín í veislunni hennar Giselu ömmu. Það var annars mjög gaman, fullt af krökkum, litlum frænkum sem ég hef aldrei hitt og svona. Mér fannst bara verst að geta ekki hlaupið um með þeim. En ég fékk enga köku. Samt er ég næstum komin með tönn. Ég beit mömmu í puttann með henni í veislunni, en við erum ekki alveg vissar hvort hún er komin í gegn eða hvort hún er bara alveg að koma. Í gær fór ég svo aftur að hitta ömmu og afa á Akureyri, við fórum og borðuðum með þeim og frændum mínum og Silju frænku. Og í gærkvöldi fór ég til ömmu og afa í Hjallabrekku, amma var að reyna að kenna mér að skríða. Ég skil ekki hvað ég er að gera vitlaust, ég sparka með fótunum eins og ég get en samt gerist ekki neitt. En ég er búin að læra að tala fullt, lærði helling af nýjum "orðum" í gær. Verst að enginn skilur það sem ég er að segja. Til dæmis kann ég að segja ædædædæ, það þýðir nei mamma, ég vil ekki fara að sofa þó ég sé þreytt, ég gæti misst af einhverju. Ég er búin að fá að smakka soðna gulrót og seríos og ferskjumauk, mér finnst þetta allt saman voða gott og er að fá heilmikinn áhuga núna á að borða.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli