þriðjudagur, mars 04, 2003
Jæja, loksins tekst mér að reka mömmu að tölvunni að skrifa fyrir mig. Hún er búin að vera voða löt eitthvað. Þau fóru á árshátíðina á laugardaginn, það var víst voða gaman hjá þeim, og amma og afi í Hjallabrekku pössuðu mig og stóra bróður. Það gekk alveg ágætlega, ég drakk fullt af mjólk úr pelanum og amma gaf mér brokkolí og gulrót að smakka. Mér fannst það bara gott held ég. Svo reyndar var ég alveg ómöguleg og grét voða mikið, ég held ég hafi kannski verið orðin svolítið þreytt og þurfti að koma smávegis í bleyjuna sem gekk eitthvað hægt. En svo sofnaði ég á handleggnum hjá ömmu í smá stund, svo vaknaði ég og kom þessu frá mér í bleyjuna og þá var ég bara kát. Svo setti amma mig í rúmið klukkan tíu og ég sofnaði á nokkrum mínútum og svaf þangað til níu um morguninn. Mamma var mjög glöð með það. Svo fórum við í góðan göngutúr á sunnudaginn, það var svo gott veður, næstum eins og væri komið vor. Segir mamma alla vega, ég veit náttúrulega ekkert hvað það er. Ég á að fara í skoðun á eftir klukkan eitt, ég er reyndar með smá hor en ég held að við ætlum samt að fara. Ég á víst að fá sprautu, en Edda Sólveig vinkona mín segir að þetta sé ekkert mál, ég verð bara að reyna að vera dugleg.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli