miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Myndir myndir

Fyrsti skammtur af myndum úr sumarfríinu kominn á myndasíðuna, fleiri myndir og ferðasaga munu koma síðar.

Ég líka

Ég ætla að herma eftir vinkonum mömmu og fylla hér út fyrsta svona internet-spurningalistann minn.

ever had a song written about you? Jájá, það heitir Elsku Rósa Elísabet, sungið við lagið Dvel ég í draumahöll og mamma mín samdi það
what song makes you cry? Ég man ekki eftir neinu svo leiðinlegu lagi
what song makes you happy? Lagið um apaköttinn uppi í tré að stríða krókódíl (og mörg fleiri líka)
height? Um það bil 90 sentimetrar og vaxandi
hair color? Ljóst
eye color? Blá
piercings? Nei nei
tattoos? Ertu frá þér!

what ...
are you wearing?
Skólapeysu, "gamlasíðum", bleikum buxum með glitrandi stjörnu, sokkum og ullarsokkum
song are you listening to? Til dæmis kannski lagið um Dúkkuna hennar Dóru
taste is in your mouth? Snudda
whats the weather like? Snjór, bippí!
how are you? Nývöknuð úr lúrnum mínum á leikskólanum

do you ...
get motion sickness?
Nei sem betur fer ekki
have a bad habit? Já, öskra þegar ég fæ ekki það sem ég vil
get along with your parents? Já bara ágætlega enn sem komið er
like to drive? Já mér finnst voða gaman í bíltúr
have a boyfriend? Nei, ég þekki eiginlega enga stráka
have a girlfriend? Já ég á margar vinkonur á leikskólanum mínum
have children? Bara dúkkur

your greatest regret? Að fá ekki súkkulaðirúsínur
your cd player has in it right now? Ferðafélagi barnanna
if you were a crayon what color would you be? Ég veit ekki hvaða litur, en alla vega brotinn og með rifinn miða
what makes you happy? Að láta kitla mig og leika við bróður minn
whats the next cd you're gonna get? Vonandi Dýrin í Hálsaskógi
seven things in your room? Ljós(!), róla, rúm, leikföng, og í kvöld vonandi hilla, borð og stólar
seven things to do before you die...? Stækka, fara í skóla (eins og Sigurður Pétur), æfa karate (eins og Sigurður Pétur), fara til mömmu minnar (eins og Sigurður Pétur), læra fleiri stafi, fara aftur í sumarfrí og fá súkkulaðirúsínur
top seven things you say the most...? Jú!, nei!, má ég horfa á eitthvað, jú foði (það er víst í boði), viltu lækka (þ.e. hækka), viltu gefa mér, viltu syngja það mamma mín

in the last 24 hours you have...
cried?
Jájá
bought anything? Nei, en mamma og pabbi keyptu handa mér húsgögn í herbergið mitt
gotten sick? Nei (7-9-13)
sang? Ójá
been kissed? Já það er alltaf verið að kyssa mig og knúsa

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Sund og bíó

Í gær fór ég á sundnámskeið eins og venjulega á laugardögum. Ég var alveg rosalega dugleg og nú er ég búin að læra að stinga mér, ég stakk mér til dæmis tvisvar í gegnum hring, næstum eins og ljón í sirkus. Ég er líka mjög flink að kafa og sækja dót, og svo er brjálað fjör að fara í rennibrautina. Eftir sundið var svo ennþá meira fjör, því þá fékk ég að fara í fyrsta skipti í bíó. Ég fór með mömmu minni og stóra bróður, ömmu Giselu og afa Jóni, og Silju, Hauki og Pétri. Þetta var alveg brjálað, ég klappaði með þegar það kom tónlist, en ef það var engin tónlist þá bara söng ég eitthvað skemmtilegt. Svo fékk ég popp og vatn, það fannst mér alveg frábært. Og til að kóróna daginn komu amma og afi í heimsókn og borðuðu kvöldmat hjá okkur. Ég var mikið ánægð með það og teymdi þau út um allt til að sýna þeim garðinn og pallinn og svona ýmislegt. Ég var orðin ansi lúin þegar ég fór að sofa, enda gleymdi ég alveg að sofa í kerrunni minni. Þegar við mamma vorum svo að rifja upp daginn þá bað ég um að fá að fara aftur í sund, en fyrst aftur í bíó og svo sund.

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Veisla

Í morgun bauð ég pabba, mömmu og Sigurði Pétri í veislu í leikskólanum mínum. Það var gaman, ég bauð þeim upp á kaffi og djús og brauð. Mér fannst þetta afskaplega merkilegt og spennandi, að fá að bjóða þeim svona til mín. Svo á Hekla afmæli í dag þannig að hún bakaði köku handa okkur og við sungum fyrir hana afmælissönginn. Aldeilis veisludagur í leikskólanum mínum í dag.

laugardagur, nóvember 06, 2004

Alltaf lærir maður eitthvað nýtt

Í dag horfði ég á Emil í Kattholti og Spaugstofuna. Í dag lærði ég að segja andskotinn og rassgat.

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Ég kann á pabba og mömmu

Ég er búin að komast að einu sem virkar ótrúlega vel á pabba og mömmu, ég segi við þau "þú ert besti vinur minn", þá alveg bráðna þau í klessu. Í gær sagði ég til dæmis við pabba, "pabbi Markús, þú ert besti vinur minn" og svo lagðist ég í fangið hans. Hann gefur mér örugglega bíl þegar ég verð nógu stór.