fimmtudagur, janúar 22, 2009

Hrikalegt ástand

Mamma var áðan inni í eldhúsi að taka til matinn. Ég var búin að vera að kveina úr hungri og alltaf sagði mamma að maturinn væri alveg að vera til. Á endanum kom ég inn í eldhús, stóð fyrir framan mömmu og hreyfði munninn og benti upp í mig. Mamma skildi ekkert hvað ég var að reyna að segja, svo ég fór inn í herbergi og kom aftur með blað sem á stóð, "ég get ekki talað af hungri". Mamma fór að skellihlæja, ég held hún hafi engan veginn skilið alvöru málsins! En sem betur fer fékk ég loksins að borða.