sunnudagur, desember 04, 2011

Fjölmiðlastjarna

Nú er ég bara alltaf í Stundinni okkar, ég nenni eiginlega ekki að horfa nema ég sé í henni. Fyrst sendu mamma og pabbi inn myndband af mér að lesa upp sögu sem ég hafði skrifað, og það var valið í Snillinga. Svo þegar ég var búin að fara og lesa söguna mína, þá fannst þeim í Stundinni okkar ég lesa svo vel, að þau eru tvisvar búin að hringja og biðja mig að lesa inn á annað atriði. Ég fer nú létt með það, mæti bara í stúdíó, sest við hljóðnemann, og les eins og ég hafi aldrei gert annað. Svo ætti ég nú að fara að skrifa hérna inn sjálf og hætta að láta mömmu gera það, ég er orðin svo flink að skrifa og er alltaf að skrifa stórskemmtilegar sögur.