fimmtudagur, mars 27, 2003
Mömmukonunni brá nú pínu að koma niður í gærkvöldi og kíkja á þetta litla skott í rúminu sínu, hún lá á maganum og grúfði sig niður í dýnuna og hundinn sinn. En það var nú allt í lagi með hana. Dagurinn byrjaði annars ekki vel hjá okkur, þegar ég ætlaði að kveikja á tölvunni þá kom Operating System Not Found. Og við nánari athugun kom í ljós að harði diskurinn fannst bara alls ekki. Þannig að við mæðgurnar drösluðumst niður í Skútuvog, og þaðan í Nýherja með tölvuna í flýtiviðgerð. Hún kemur víst á eftir og það tókst að bjarga gögnunum. Sem betur fer, því ég var ekki búin að brenna allar stafrænu myndirnar á geisladisk.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli