Ég veit ekki hvað er að gerast eiginlega. Ég vaknaði bara um þrjúleytið í nótt og fannst vera kominn dagur. Lék mér í dágóða stund með dúkkurnar mínar, og svo var ég orðin svo hræðilega svöng að ég fór alveg að háskæla. Á endanum leyfðu mamma og pabbi mér að koma upp í og fá súp. Ég held að mamma ætti að fara að gefa mér mat aftur, sama hvað hjúkkan í ungbarnaeftirlitinu segir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli