Jæja, þá er ég flutt. Ég er núna komin í herbergi með stóra bróður, svaf þar í fyrsta skipti í nótt. Það gekk bara vel, reyndar vaknaði ég klukkan tvö og mamma gaf mér bara að drekka af því hún nennti ekki að hlusta á mig skæla og pabbi er lasinn og svona. En svo fór ég aftur í rúmið mitt og svaf þar til sjö í morgun. Það var bara mjög fínt og notalegt. Svo var ég að koma úr sundi, afi og amma komu og tóku fullt af myndum, verst að pabbi komst ekki með af því að hann er lasinn. En ég var alveg rosalega dugleg allan tímann, kafaði og synti um allt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli