fimmtudagur, mars 13, 2003
Ég er nú bara alveg hætt að liggja á bakinu núna, velti mér alltaf yfir á magann. Það er bara pínu til vandræða þegar ég er að reyna að fara að sofa, ég get nefnilega ekki sofnað á maganum. Svo þá þurfa pabbi og mamma að koma og leggja mig aftur á bakið svo ég geti sofnað.Mamma gaf mér brokkolí áðan. Mér fannst það nú bara nokkuð gott. En svo eftir smá stund gubbaði ég dálítið, svo mamma ætlar alla vega að fara rólega í að gefa mér meira. Á sunnudaginn verður afmælisveislan hennar ömmu Giselu. Húrra ég hlakka til, það verður örugglega gaman. Kannski fæ ég köku. Skyldi ég ennþá komast í sparikjólinn minn? Já og mamma, ekki gleyma að þvo sokkabuxurnar mínar sem eru neðst í þvottakörfunni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli