Pabbi var líka rosalega góður við mömmu í morgun, hann fór með mig upp að leika og leyfði henni að sofa. En rosalega var ég orðin svöng þegar mamma loksins vaknaði! Núna er ég að fá mér lúr í vagninum og svo er ég að fara í afmæli hjá frændum mínum og frænku í Bollagörðum, það verður örugglega mikið fjör.Tönnin mín smá mjakast upp, en hin er ekki komin í gegn ennþá. Þetta pirrar mig stundum dálítið, en samt ekkert til að kvarta yfir, ég virðist ætla að sleppa nokkuð vel frá þessu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli