föstudagur, febrúar 28, 2003
Ja hérna, ég held ég hafi nú bara stækkað um marga mánuði í dag. Ég er á fullu að læra að nota varirnar og tunguna við að búa til hljóð og er búin að vera rosalega dugleg að "tala". Svo kann ég núna á pelann minn, jibbí, þá þarf ég ekki að vera banhungruð á meðan pabbi og mamma fara á árshátíðina á morgun. Og svo fékk ég að smakka mjólkurkex, namminamminamm! Þó ég sé ekki með neinar tennur þá tókst mér alveg að borða smá bita og þetta er sko það besta sem ég hef fengið. Svaf vel í nótt, sofnaði klukkan tíu en vaknaði reyndar við einhver læti í mömmu stuttu seinna. Tókst eftir smá stund að sofna aftur og svaf til klukkan sjö í morgun. Ég held samt að ég hafi vaknað aðeins of snemma því ég skældi smá þegar ég vaknaði, en ef ég vakna klukkan átta er ég bara kát og glöð.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli