fimmtudagur, febrúar 20, 2003
Jæja, nú er ég ekki búin að vera stillt og góð. Alla vega ekki þegar ég á að fara að sofa. Síðan við komum úr sveitinni þá vil ég helst bara sofna upp í hjá mömmu. En ég fæ það ekki, svo þá öskra ég bara. Svo þegar ég er orðin nógu þreytt, þá loksins get ég sofnað ef mamma lætur mig liggja á hliðinni og ég fæ að sjúga puttann hennar. Þá líka sætti ég mig við þumalinn minn eftir smástund. En ekki snuddu, bjakk! Ég vil hana bara þegar ég fer í vagninn. Sunna frænka passaði mig í gær á meðan pabbi og mamma fóru í jóga og ég var mjög góð við hana. Hún reyndi að gefa mér graut en það fór nú ekki mikið af honum ofan í mig. Svo í fyrradag komu vinkonur hennar mömmu í heimsókn, þeim fannst ég alveg ótrúlega sæt held ég. Svo koma amma og afi á Akureyri um helgina, það verður nú gaman að hitta þau, ég var nefnilega lasin síðast þegar þau komu þó mamma kjáni hafi ekki fattað það fyrr en seinna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli