Humm, þetta var nú skrýtið. Mamma var að láta mig borða eitthvað nýtt sem hún segir að heiti kartafla, ég held mér hafi nú ekki fundist þetta vont en skrýtið var það. Svo var ég í sundi, rosalega dugleg, ég kafaði alveg oft og mörgum sinnum. Svo var ég orðin dálítið þreytt og svöng, svo þegar kennarinn var að láta mig standa þá var ég svo reið að ég spyrnti fast á móti og stóð þar með alveg rosalega flott, mamma og pabbi sögðu að ég væri ótrúlega dugleg. Gaman gaman.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli