þriðjudagur, febrúar 25, 2003
Ömurlegt, ömurlegt, ömurlegt! Ömurleg mömmukona, ömurlegur pabbamaður, allt ömurlegt. Ömur, humm, skrýtið orð, hvaðan skyldi það koma? Jæja, en það er nú alveg allt gott núna, en það var sko ekkert gaman í nótt. Ég skil ekkert í þessu fólki, það er nú ekki mikið mál fyrir þau að lyfta mér upp í sitt rúm og leyfa mér að liggja þannig að ég geti fengið mér súp hjá mömmu af og til. Þau vilja bara sofa alla nóttina, hrjót hrjót, og ætlast til þess að ég geri það líka. Svo ég öskraði á þau í klukkutíma milli tvö og þrjú, og svo svaf ég til átta. Það var reyndar ósköp gott að sofa svona vel og lengi, venjulega rumska ég alltaf af og til og fæ mér smá sopa. Æ kannski er best að hætta því og sofa bara alla nóttina eins og pabbi og mamma. Jæja, ég sé til hvað ég geri í nótt. Alla vega ætla ég í sund á eftir, vonandi verður það gaman. Verst að Sara Mist er lasin greyið, svo hún getur ekki farið í sund.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli