fimmtudagur, febrúar 06, 2003
Æ hvað ég er glöð að komast loksins út í vagninn minn. Ég fékk að fara út í gær og líka í dag, áðan sofnaði ég meira að segja á meðan mamma var að hnoða mér ofan í svefnpokann, ég var svo glöð að komast í vagninn. Ég var líka rosalega dugleg áðan, mamma var að setjast með mig við eldhúsborðið og ég náði að krækja í kornfleksdiskinn hennar, sem var reyndar bara með smá mjólk í, og hellti yfir okkur báðar. Hehe, bráðum get ég örugglega farið að tæta. Stóri bróðir er rosalega góður við mig, hann var alltaf að rétta mér trúðinn minn áðan. Og hann passaði mig í gær, með Sunnu og Þórði, á meðan pabbi og mamma voru í jóga. Ég var bara frekar góð á meðan, Sunna reyndi að koma ofan í mig graut en það gekk nú ekkert sérlega vel. Svo hún bara gaf mér fullt af mandarínu og ég var mjög ánægð með það. Ég var samt óskaplega fegin þegar mamma kom og gaf mér mjólk að drekka. Mér er næstum alveg batnað af kvefinu, stundum lekur samt úr nefinu mínu og þá verð ég ósköp pirruð. Þá þurrkar mamma horið og setur saltvatn í nefið mitt. Mér finnst ferlega óþægilegt þegar hún gerir þetta, en mér líður líka miklu betur á eftir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli