Það gengur náttúrulega ekki að enginn geti séð hvað hann Gabríel er mikið krútt, gerum aðra tilraun til að koma inn mynd af honum.
miðvikudagur, mars 29, 2006
mánudagur, mars 27, 2006
Skíðaferð
Um helgina fórum við í heimsókn til ömmu Giselu og afa Jóns á Akureyri og í smá skíðaferð í leiðinni. Það er nefnilega fullt af snjó á Akureyri. Pabbi þurfti að fara á fund í vinnunni svo hann var kominn á undan okkur og við Sigurður Pétur og Gabríel komum svo keyrandi með mömmu. Hún hélt að það yrði nú ekki mikið mál, en það reyndist aðeins erfiðara en hún hélt að keyra þetta með bílveikan hund í roki og ískulda. En við Sigurður Pétur vorum ósköp góð og dugleg á leiðinni, þó við værum orðin pínulítið þreytt undir lokin. Það var líka rosa gott að koma til Akureyrar og allt svo fínt og notalegt hjá afa og ömmu.
Á laugardaginn skelltum við okkur svo á skíðin, bróðir minn fór með brettakennara lengst upp í fjall og kom dauðuppgefinn niður einum og hálfum tíma síðar. Hann stóð sig bara mjög vel, þetta var sko í fyrsta skipti sem hann fór í svona alvöru brekkur á brettinu. Ég fór í barnabrekkuna og stóð mig líka mjög vel, ég var fljót að læra að fara sjálf í "lestina" (lyfta sem er eins og færiband) og svo bara skellti ég mér niður alveg sjálf, nennti ekkert að vera að bíða eftir mömmu og pabba. Það endaði náttúrulega með því að ég datt og lenti í einni hrúgu, enda get ég bara beygt í eina átt og kann ekkert að stoppa. En áður tókst mér samt að fara eina ferð niður alveg sjálf og stoppa á jafnsléttunni neðst án þess að detta. Verst hvað er sjaldan hægt að fara á skíði, annars væri ég örugglega orðin ótrúlega flink. Amma og afi komu svo upp í fjall með snúða og við Gabríel settumst inn í bíl hjá þeim og hlýjuðum okkur og ég borðaði nokkra snúða. Gabríel greyinu var nefnilega svo ískalt, hann var alveg orðinn skjálfandi og var mjög feginn að komast í teppi í fanginu á ömmu.
Pabbi kom svo með okkur í bílnum til baka og það fannst okkur voða gott. Hann sat með Gabríel í fanginu og þá leið grey hvolpinum miklu betur, hann gubbaði bara einu sinni á kuldagallann minn.
Á laugardaginn skelltum við okkur svo á skíðin, bróðir minn fór með brettakennara lengst upp í fjall og kom dauðuppgefinn niður einum og hálfum tíma síðar. Hann stóð sig bara mjög vel, þetta var sko í fyrsta skipti sem hann fór í svona alvöru brekkur á brettinu. Ég fór í barnabrekkuna og stóð mig líka mjög vel, ég var fljót að læra að fara sjálf í "lestina" (lyfta sem er eins og færiband) og svo bara skellti ég mér niður alveg sjálf, nennti ekkert að vera að bíða eftir mömmu og pabba. Það endaði náttúrulega með því að ég datt og lenti í einni hrúgu, enda get ég bara beygt í eina átt og kann ekkert að stoppa. En áður tókst mér samt að fara eina ferð niður alveg sjálf og stoppa á jafnsléttunni neðst án þess að detta. Verst hvað er sjaldan hægt að fara á skíði, annars væri ég örugglega orðin ótrúlega flink. Amma og afi komu svo upp í fjall með snúða og við Gabríel settumst inn í bíl hjá þeim og hlýjuðum okkur og ég borðaði nokkra snúða. Gabríel greyinu var nefnilega svo ískalt, hann var alveg orðinn skjálfandi og var mjög feginn að komast í teppi í fanginu á ömmu.
Pabbi kom svo með okkur í bílnum til baka og það fannst okkur voða gott. Hann sat með Gabríel í fanginu og þá leið grey hvolpinum miklu betur, hann gubbaði bara einu sinni á kuldagallann minn.
þriðjudagur, mars 21, 2006
Rassálfar, svertingjar og hundafólk
Á sunnudaginn fékk ég loksins að fara í leikhúsið að sjá Ronju ræningjadóttur. Ég er búin að bíða lengi lengi eftir þessum degi, Silja frænka mín kom líka með bræðrum sínum og mömmu sinni. Mamma hennar þekkir mig sko vel því hún kom með nammi í poka handa öllum og handa mér kom hún með suðusúkkulaði. Einmitt það sem mér finnst best! En mamma mín þurfti nú samt að standa við það að kaupa handa mér súkkulaði í hléinu, ég þarf að fá að hafa svona hluti eins og er búið að ákveða. Mér fannst leikritið mjög skemmtilegt og ég var ekkert mjög hrædd þó svertingjarnir (grádvergarnir) og hundafólkið (huldufólkið) væri dálítið hræðilegt. Rassálfarnir voru svo fyndnir, þeir sögðu alltaf akkuru akkuru. Verst var bara að við Silja hittumst svo lítið og gátum ekkert leikið saman. Við náðum ekki einu sinni að segja henni og öllum hinum frá Gabríel. Ég veit samt ekki alveg af hverju mamma gerði það ekki, kannski var hún ennþá að jafna sig á því að þau skyldu hafa gert þetta... ;-)
Gabríel er mjög hress og kátur, pissar og kúkar um allt og vill ekki fara út af því að það er svo kalt, hann er sko algjör kuldaskræfa. Hann er nú samt duglegur að læra, hann kann að setjast og sækja bolta og hann er ósköp góður að fara inn í búrið sitt og að labba við hliðina á manni í göngutúr (ef það er ekki of kalt).
Gabríel er mjög hress og kátur, pissar og kúkar um allt og vill ekki fara út af því að það er svo kalt, hann er sko algjör kuldaskræfa. Hann er nú samt duglegur að læra, hann kann að setjast og sækja bolta og hann er ósköp góður að fara inn í búrið sitt og að labba við hliðina á manni í göngutúr (ef það er ekki of kalt).
sunnudagur, mars 19, 2006
Gabríel
Þetta er hann Gabríel okkar. Hann er tveggja og hálfs mánaða gamall, hálfur hreinræktaður Boxer og hálfur hreinræktaður Border Collie. Við keyrðum austur á Kirkjubæjarklaustur í gær til að sækja hann! Já, mamma og pabbi er pínu klikkuð. Og við vissum ekki fyrr en við vorum komin alla leið að við ættum að fá hund, við urðum sko ótrúlega glöð og Sigurður Pétur fór meira að segja að skæla smá, hann var svo glaður. Gabríel gubbaði og kúkaði í bílinn á leiðinni heim, en það er allt í lagi því hann er svo sætur.
fimmtudagur, mars 16, 2006
Frískur snillingur
Jæja eða næstum því frísk, ég er ennþá með kvef og hósta og vökva í eyrunum, svo ég þarf áfram að fá púst og nefsprey, en ég er orðin hitalaus og fékk í gær að fara í leikskólann. Svo kom það skemmtilega á óvart að ég fékk að fara heim með Kristínu Kolku vinkonu minni eftir leikskóla.
Ég byrjaði reyndar daginn á því að fara til læknisins að sýna hvað ég kann (þriggja og hálfs árs þroskapróf). Mér fannst þetta nú dálítið létt, endaði með því að ég sagði "ég kann alveg gulur, rauður, grænn og blár!", ég var orðin dálítið leið á þessum kjánalega einföldu spurningum. Þetta var líka ansi langt svo ég ætlaði ekki að nenna að klára sjónprófið í lokin, en mamma samdi við mig um að segja fjóra stafi í viðbót og svo var þetta loksins búið. Og ég fékk einkunnina fín og flott stelpa, nema hvað! :-)
Ég byrjaði reyndar daginn á því að fara til læknisins að sýna hvað ég kann (þriggja og hálfs árs þroskapróf). Mér fannst þetta nú dálítið létt, endaði með því að ég sagði "ég kann alveg gulur, rauður, grænn og blár!", ég var orðin dálítið leið á þessum kjánalega einföldu spurningum. Þetta var líka ansi langt svo ég ætlaði ekki að nenna að klára sjónprófið í lokin, en mamma samdi við mig um að segja fjóra stafi í viðbót og svo var þetta loksins búið. Og ég fékk einkunnina fín og flott stelpa, nema hvað! :-)
þriðjudagur, mars 14, 2006
Leiðinleeeeegt
Ég er ennþá lasin. Samt bara smá, nóg til þess að mega ekki fara út og ekki fara í leikskólann, en ekki nógu mikið til að nenna að hanga inni í marga daga, sérstaklega ekki þegar sólin skín á snjóinn úti! En ég er nú loksins að verða laus við hitann svo ég fæ vonandi að fara í leikskólann á morgun. Ég er samt búin að gera margt skemmtilegt með pabba og mömmu síðustu viku, baka lummur og súkkulaðikökur, búa til leir og leira fullt af afmæliskökum, búa til geimskip og fljúga á því til Kína og Afríku og fara í útilegu þar, fara í eltingaleik og fótbolta, púsla og lesa, og horfa á myndir og fara í tölvuleiki. En það verður nú gott að hitta vinkonur mínar aftur, ég sakna Kristínar svo mikið.
Mamma er búin að vera að fara í gegnum myndir á kvöldin (ég leyfi henni sko ekki að hanga í tölvunni á daginn!) og það eru komin þrjú ný albúm:
Mamma er búin að vera að fara í gegnum myndir á kvöldin (ég leyfi henni sko ekki að hanga í tölvunni á daginn!) og það eru komin þrjú ný albúm:
miðvikudagur, mars 08, 2006
Lasið grey
Ég er ósköp lasin, búin að vera með vondan hósta og fékk 40 stiga hita í nótt. Mamma og pabbi píndu í mig eitthvað ógeðslegt meðal með nammibragði, oj barasta og ég sem borða ekki nammi! En mér leið nú aðeins betur af því og gat sofnað aftur á endanum. Í dag er ég svo hás að mamma og pabbi hafa bara aldrei vitað annað eins, ég get næstum því ekki talað en legg mig nú samt alla fram. Mamma er líka lasin, svo við erum bara haugar undir teppi.
Um helgina fengum við Júlía báðar að gista hjá ömmu og afa í Hjallabrekku, það var mjög gaman og við vorum ótrúlega góðar. Þetta er líka þriðja helgin í röð sem við gistum saman svo við erum bara orðnar vanar að vera stilltar og góðar saman. Það er gott að eiga svona góða frænku og ömmu og afa. Þegar mamma kom að sækja mig vorum við á leiðinni að gefa öndunum brauð, svo hún kom bara með okkur í labbitúr í Fossvogsdalinn í góða veðrinu. Þegar við vorum búnar að gefa öndunum fórum við á grímuball með vinkonum mömmu og krökkunum þeirra, svo það var nóg um að vera hjá mér.
Um helgina fengum við Júlía báðar að gista hjá ömmu og afa í Hjallabrekku, það var mjög gaman og við vorum ótrúlega góðar. Þetta er líka þriðja helgin í röð sem við gistum saman svo við erum bara orðnar vanar að vera stilltar og góðar saman. Það er gott að eiga svona góða frænku og ömmu og afa. Þegar mamma kom að sækja mig vorum við á leiðinni að gefa öndunum brauð, svo hún kom bara með okkur í labbitúr í Fossvogsdalinn í góða veðrinu. Þegar við vorum búnar að gefa öndunum fórum við á grímuball með vinkonum mömmu og krökkunum þeirra, svo það var nóg um að vera hjá mér.
föstudagur, mars 03, 2006
miðvikudagur, mars 01, 2006
Öskudagur
Í dag er ég Lína Langsokkur með prinsessukórónu og máluð eins og trúður í framan. Ég fékk að fara þannig í leikskólann og var aldeilis hress með það þangað til ég kom inn og sá alla í skrítnum fötum, meira að segja kennarana líka. Þá fór ég nú bara alveg í kleinu. En ég jafnaði mig nú fljótlega. Það er líka svo langt síðan ég hef farið í leikskólann, á föstudaginn var ég lasin og líka pabbi og mamma, við lágum bara öll veik í hrúgu. Svo á sunnudaginn vorum við orðin frísk og skruppum í Víðihlíð af því að Sigurður Pétur var í vetrarfríi í skólanum. Við komum síðan heim í gærkvöldi, svo ég var ekki búin að fara í leikskólann í næstum því viku.
Það var rosa gaman í Víðihlíð eins og alltaf, við Sigurður Pétur fórum í leiðangra með nesti, svo fórum við í langan labbitúr upp á fjall með pabba og mömmu, við fórum í heita pottinn, hoppuðum í rúmunum, lituðum myndir af sjóræningjaskipum og lékum okkur alls konar. Og við fengum líka bollur með súkkulaði og saltkjötogbaunirtúkall.
Já og á laugardaginn fóru pabbi og mamma á agalega fínan fund og Sunna frænka og Júlía frænka komu að passa mig. Við fórum í mat til Alla afa og Hilku, svo fórum við heim og Sunna og Júlía gistu hjá okkur og líka Maggi. Þau voru líka lengi hjá okkur daginn eftir, það fannst okkur gaman.
Það var rosa gaman í Víðihlíð eins og alltaf, við Sigurður Pétur fórum í leiðangra með nesti, svo fórum við í langan labbitúr upp á fjall með pabba og mömmu, við fórum í heita pottinn, hoppuðum í rúmunum, lituðum myndir af sjóræningjaskipum og lékum okkur alls konar. Og við fengum líka bollur með súkkulaði og saltkjötogbaunirtúkall.
Já og á laugardaginn fóru pabbi og mamma á agalega fínan fund og Sunna frænka og Júlía frænka komu að passa mig. Við fórum í mat til Alla afa og Hilku, svo fórum við heim og Sunna og Júlía gistu hjá okkur og líka Maggi. Þau voru líka lengi hjá okkur daginn eftir, það fannst okkur gaman.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)