fimmtudagur, apríl 26, 2007
miðvikudagur, apríl 18, 2007
Sumarið byrjað
Þá er fyrsti sumardagurinn kominn, ég var aldeilis ánægð með hann. Ég ætlaði að fara í pilsi og á peysunni niður í bæ en samþykkti á endanum að klæða mig aðeins betur, þó að sumarið væri komið. Við fórum öll fjölskyldan niður á Reykjavíkurhöfn og fórum þar í siglingu um sundin. Það var ótrúlega gaman og spennandi að sitja fremst á bátnum og hossast í öldunum. Svo fórum við í mat til ömmu og afa í Hjallabrekku og fengum sumargjafir og allt.
Svo voru nú páskarnir um daginn, það var aldeilis frábært fjör. Við fórum í Víðihlíð með ömmu og afa, Sunna og Maggi og Júlía komu líka í tvær nætur og Þórður í eina nótt. Það var heilmikið smíðað og málað og gerðir fínir veggir. Ég æfði mig endalaust að standa á höndum og að skrifa, lesa og reikna í skólabókunum sem ég fékk (Geitungurinn). Ég hljóp líka um alla móa með Gabríel, tíndi fjallagrös, og lék náttúrulega við Sigurð Pétur þegar hann kom. Við leituðum að páskaeggjum í skóginum (tré á stangli í brekkunni neðan við húsið) og ég fékk málsháttinn "Sælla er að gefa en þiggja" sem átti sérlega vel við þar sem ég var afskaplega upptekin af að setja allt nammið úr egginu í skál til að geta gefið öllum með mér. Þetta var afskaplega ljúft og skemmtilegt páskafrí.
Svo voru nú páskarnir um daginn, það var aldeilis frábært fjör. Við fórum í Víðihlíð með ömmu og afa, Sunna og Maggi og Júlía komu líka í tvær nætur og Þórður í eina nótt. Það var heilmikið smíðað og málað og gerðir fínir veggir. Ég æfði mig endalaust að standa á höndum og að skrifa, lesa og reikna í skólabókunum sem ég fékk (Geitungurinn). Ég hljóp líka um alla móa með Gabríel, tíndi fjallagrös, og lék náttúrulega við Sigurð Pétur þegar hann kom. Við leituðum að páskaeggjum í skóginum (tré á stangli í brekkunni neðan við húsið) og ég fékk málsháttinn "Sælla er að gefa en þiggja" sem átti sérlega vel við þar sem ég var afskaplega upptekin af að setja allt nammið úr egginu í skál til að geta gefið öllum með mér. Þetta var afskaplega ljúft og skemmtilegt páskafrí.
þriðjudagur, apríl 03, 2007
Hrakningar
Í gær slapp Gabríel út og og hljóp út í hraun með Sigurð Pétur, Heiðar og mig á eftir sér. Ég var í fínu bleiku strigaskónum mínum og þegar ég kom í hraunið þá steig ég óvart í drullu og skórnir festust í drullunni. Svo ég fór úr skónum og hljóp strákana uppi. Þá hélt Sigurður að ég hefði hlaupið út á sokkunum og sagði mér að fara heim í skó. Ég snéri við og ætlaði að fara heim, en þá var ég orðin pínu villt og rataði ekki alveg heim. Þá fór ég smá að gráta. En svo fann pabbi mig sem betur fer, ráfandi um hraunið á sokkunum. Og Sigurður fann skóna mína, svo þetta bjargaðist allt.
Og á morgun kemur páskafríið. Ég er búin að vera að telja niður síðan fyrir helgi, ég hlakka ótrúlega mikið til. Mamma er búin að kaupa páskaegg handa mér og ég er svo spennt að fá að borða það. Reyndar borða ég ekkert af namminu sem er inni í því, en súkkulaðið er ágætt og máttur auglýsinganna mikill ;-)
Og á morgun kemur páskafríið. Ég er búin að vera að telja niður síðan fyrir helgi, ég hlakka ótrúlega mikið til. Mamma er búin að kaupa páskaegg handa mér og ég er svo spennt að fá að borða það. Reyndar borða ég ekkert af namminu sem er inni í því, en súkkulaðið er ágætt og máttur auglýsinganna mikill ;-)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)