Bíltúrinn í og úr sellótímum er nokkuð langur og margt hægt að grufla og skrafa á leiðinni. Í dag var mér sérstaklega hugleikið yfirvofandi páskafrí og ég var mikið að velta fyrir mér nákvæmlega hvenær ég yrði sótt í skólann á morgun, hvenær við myndum leggja af stað í Víðihlíð og hvenær ég ætti að pakka niður dótinu mínu (eða pakka inn). Helst vildi ég nú fá frí í dag til að pakka, en það var ekki í boði. Jæja, nema hvað að svo byrjar lag í útvarpinu og ég verð svona líka spennt og glöð með það og segi, "þetta er svona um frí". Mamma var pínu hissa því hún mundi ekki eftir neinu um frí í textanum. En svo kom viðlagið - já það er lotterí og ég tek fátt í frí!
Svo á leiðinni í skólann (eftir að við vorum búnar að komast að því að tónskólinn er farinn í páskafrí) var ég komin í aðrar hugleiðingar og sagði allt í einu upp úr þurru við mömmu, "Ég veit hvernig maður getur búið til kind. Maður tekur bara svona ull og svo tekur maður einhvern haus og eyru og setur á, og svo fullt af fótum. Og þá er komin kind!" Ekki mikið mál sko. Mamma spurði hvort þær fæddust ekki sem lítil lömb, jújú ég vissi það alveg, en það er sko líka hægt að búa til kind svona, maður þarf bara að finna einhvern haus og eyru og fætur.
þriðjudagur, mars 18, 2008
föstudagur, mars 14, 2008
Búningadagur
Það var svo gaman á öskudaginn hjá okkur í skólanum að frábæru kennararnir okkar ákváðu að hafa annan búningadag, sem er í dag. Það voru smá vangaveltur yfir þessu í gær, fyrst stakk ég upp á því að kaupa búning en mömmu fannst nú ekki alveg ástæða til þess þar sem ég heilan helling af búningum sem ég hef fengið fyrir öskudaga, í jólagjöf og frá stóra bróður. Við rifjuðum aðeins upp hvaða búninga ég ætti, en svo allt í einu vissi ég nákvæmlega hvað ég vildi vera, draugur! Svo við fundum sængurver í gær og klipptum það til þangað til ég var orðin ótrúlega flottur draugur. Og fyrst vissi engin hver ég var þegar ég mætti í skólann í morgun :-D
miðvikudagur, mars 12, 2008
Mikið að gera
Já það er sko nóg að gera hjá manni þó maður sé bara fimm ára. Ég er í skólanum flesta daga til fimm. Þegar ég kem heim vil ég helst fara út að leika við vinkonu, sérstaklega þegar veðrið er gott og alveg að koma sumar eins og mér finnst stundum vera. Tvisvar í viku eru fimleikaæfingar (á milli sex og sjö, mikið hlökkum við öll til þegar bærinn og íþróttafélagið verða búin að semja um að hafa æfingarnar á þeim tíma sem tómstundastarfið í skólunum er) og svo les ég núna eina lestrarbók á hverjum degi og spila daglega æfingamatseðilinn minn á sellóið. Mér finnst svo spennandi að fara eftir honum og lesa hann sjálf. Á honum er núna: Risakóngur Ragnar, eitt tilbrigði við samloku, Gulur rauður 2x, Parísarhjólið 3x, Söngur vindsins 2x, Halti grái hérinn, og svo er ég að læra fyrstu línuna í Signir sól.
Það er margt og mikið búið að gerast hjá mér síðan ég skrifaði síðast, enda var það fyrir mjög löngu síðan. Ég man nú ekki eftir því öllu, né hverju ég var búin að segja ykkur frá. En ég var alla vega ekki búin að segja ykkur frá því að ég fór um síðustu helgi í nafngiftarveislu hjá lítilli dömu sem fékk það fallega nafn Guðlaug Nóa. Við mamma fórum saman í veisluna, en Guðmundur Steinn varð að vera heima með pabba því hann var búinn að vera svo lasinn. Ég skildi það nú aldeilis fljótt, "Guðmundur Steinn má ekki koma í veisluna", sagði ég. "Hann gæti smitað alla og þá myndi hann eyðileggja veisluna. Þá yrði hann skammaður, er það ekki mamma!". Þá skellti mamma nú upp úr þegar hún sá fyrir sér Guðmund Stein fá orð í eyra, og alla veislugestina liggjandi í bráðsmitandi instant veikindum. Nei þá var nú betra að geyma hann bara heima.
Mest spennandi framundan er auðvitað páskafríið, ég er löngu byrjuð að telja niður dagana og hlakka mikið til að fara í Víðihlíð. Ég vona að það verði snjór svo við getum leikið okkur úti í snjónum, eða að það verði ekki snjór svo við getum rúllað okkur niður brekkuna. Svo eftir það er það ferðin til Frakklands sem við ætlum að fara með ömmu og afa í júní. Við ætlum að fara að sigla á bát, ég er mjög spennt að sjá alla krókódílana og hákarlana og sjávardýrin. Mamma og pabbi eru með einhverjar efasemdir um að það sé svo mikið líf í skipaskurðunum, en ég hlusta sko ekkert á það.
Það er margt og mikið búið að gerast hjá mér síðan ég skrifaði síðast, enda var það fyrir mjög löngu síðan. Ég man nú ekki eftir því öllu, né hverju ég var búin að segja ykkur frá. En ég var alla vega ekki búin að segja ykkur frá því að ég fór um síðustu helgi í nafngiftarveislu hjá lítilli dömu sem fékk það fallega nafn Guðlaug Nóa. Við mamma fórum saman í veisluna, en Guðmundur Steinn varð að vera heima með pabba því hann var búinn að vera svo lasinn. Ég skildi það nú aldeilis fljótt, "Guðmundur Steinn má ekki koma í veisluna", sagði ég. "Hann gæti smitað alla og þá myndi hann eyðileggja veisluna. Þá yrði hann skammaður, er það ekki mamma!". Þá skellti mamma nú upp úr þegar hún sá fyrir sér Guðmund Stein fá orð í eyra, og alla veislugestina liggjandi í bráðsmitandi instant veikindum. Nei þá var nú betra að geyma hann bara heima.
Mest spennandi framundan er auðvitað páskafríið, ég er löngu byrjuð að telja niður dagana og hlakka mikið til að fara í Víðihlíð. Ég vona að það verði snjór svo við getum leikið okkur úti í snjónum, eða að það verði ekki snjór svo við getum rúllað okkur niður brekkuna. Svo eftir það er það ferðin til Frakklands sem við ætlum að fara með ömmu og afa í júní. Við ætlum að fara að sigla á bát, ég er mjög spennt að sjá alla krókódílana og hákarlana og sjávardýrin. Mamma og pabbi eru með einhverjar efasemdir um að það sé svo mikið líf í skipaskurðunum, en ég hlusta sko ekkert á það.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)