miðvikudagur, febrúar 25, 2009

GSM-síma búningurinn minn


Þennan síma föndraði ég með barnapíunni minni í gærkvöldi. Hann var pínu óþægilegur, ég gat t.d. ekki setið eða borðað í honum, svo ég tók hann bara með í skólann og fór í hann í smástund þar, en aðallega var ég í beinagrindarbúningnum hans Sigurðar Péturs, og í draugabúningi úr sængurveri þar yfir. Ég var mjög draugaleg og hræðileg!

sunnudagur, febrúar 15, 2009

Pælingar

Við mamma sátum og borðuðum grjónagraut í hádegismat (ég var veik heima). Allt í einu sagði ég upp úr þurru, mamma, ert þú ólétt? Mamma fór að skellihlæja, henni fannst svo fyndið hvernig ég sagði þetta. Þegar hún loksins gat komið upp orði sagði hún, nei ég er ekki ólétt, af hverju spyrðu? Nei bara, sagði ég, þú ert búin að borða svo mikið í dag!

Vetrarhátíðarfjör

Amma mín Inga Rósa var svo góð að taka mig með sér á Vetrarhátíð barna í gær. Þar var sko margt skemmtilegt um að vera, brúðuleikhús, risasápukúlur, sjóræningasmiðja þar sem ég bjó til augnlepp, tónlistarsmiðja þar sem ég bjó til hristu, salsadans (mamma rugluð, þetta er ekki rétt skrifað, við fórum á saNsaball) og svo fór ég í föndurgerð þar sem ég valdi vandlega lýsingar um mig og límdi á póstkort. Það sem ég valdi til að lýsa mér var: hjálpsöm, blá augu, jákvæð, skemmtileg, hávaxin, falleg, blíð, andlitsfríð og raunagóð. Ekki amaleg sjálfsmynd það :-)