Ég var í búðinni með mömmu og þar var skilti sem á stóð tilboð - suðusúkkulaði. Þetta fannst mér kostulegt. Mamma, sagði ég, það er ekki til neitt sem heitir suðusúkkulaði! Mamma var svolítið hissa þar sem þetta var lengi vel eina nammið sem ég borðaði. Nei, sagði ég, það heitir suðuRsúkkulaði. Af því það kemur frá Suðurlandi. Mamma er ennþá eitthvað að hlæja að þessu, en ég er alveg viss í minni sök, það heitir suðuRsúkkulaði.