Stundum fer litli bróðir frekar mikið í taugarnar á mér og þá á ég það til að taka af honum gömlu smábarnabækurnar mínar. En um daginn í bílnum vorum við að skoða gamla bók sem ég átti einu sinni, og það lá eitthvað svo ótrúlega vel á mér að ég sagði við mömmu, "mamma einu sinni átti ég þessa bók, en nú er ég búin að gefa Guðmundi hana af unaðslegri manngæsku minni". Þetta fannst mömmu eitthvað spaugilegt, svo ég bætti við, "ég er bara að reyna að tala eins og ekta manneskja, maður má nú tala eins og ekta manneskja!".