Jájá, ég er bara hress og kát þessa dagana. Ég var ekkert komin með nýja eyrnabólgu, sennilega bara með óþægindi af vökvanum sem er ennþá í eyrunum á mér en það var allt bara eðlilegt. Nú eru reyndar 5 börn hjá dagmömmunni minni orðin lasin, ég vona að ég verði ekki líka lasin, þá kemst ég ekki í sund um helgina. Mamma er nefnilega búin að lofa að vera dugleg að fara með mig í sund núna, ég fór um síðustu helgi í fyrsta skipti síðan á sundnámskeiðinu í haust. Ég var rosalega dugleg og gat alveg kafað og allt, en ég þarf samt aðeins að rifja upp líka, ég var orðin svo ótrúlega dugleg á námskeiðinu.
Í gær var öskudagur. Sigurður Pétur var í ótrúlega flottum beinagrindarbúningi, mér varð nú ekki alveg um sel þegar hann setti á sig grímuna, enda var hann þá bara alveg eins og beinagrind. Ég fékk að fara með ljónshaus til dagmömmunnar, ég hafði mjög gaman af því og stóð við spegilinn og urraði á sjálfa mig. Í fyrradag var víst sprengidagur, mamma og pabbi fengu saltkjöt og baunir í vinnunni en við Sigurður Pétur fengum ekkert saltkjöt, svo mamma er búin að lofa að elda það handa okkur á morgun í staðinn. Og þar á undan var bolludagur, þá fengu allir rjómabollu nema ég. Ég var svo ómöguleg hjá dagmömmunni, skældi bara og vildi ekki borða neitt, ég borðaði eina skeið af hafragraut og einn bita af banana. Kannski var ég eitthvað lasin og kannski var ég bara mömmustelpa og afbrýðissöm út í nýju börnin hjá dagmömmunni. Alla vega var ég voða glöð þegar mamma kom og sótti mig, og ennþá glaðari þegar ég fékk að borða þegar við komum heim því ég var náttúrulega orðin hræðilega svöng. Það er ekki alltaf auðvelt að vera eins árs þegar heimurinn er ekki eins og maður vill.
fimmtudagur, febrúar 26, 2004
fimmtudagur, febrúar 19, 2004
Jæja
Næstum tvær vikur liðnar síðan við mamma skrifuðum síðast, skömm að þessu bara! Það er víst eins gott að bæta úr þessu, þó ekki væri nema til að halda utan um sjúkrasöguna mína. Magapestin var fljót að jafna sig og ég slapp víst bara vel frá henni, en svo á mánudeginum hringdi dagmamman í mömmu og þá var ég orðin alveg ómöguleg og komin með hita. Svo mamma náði í mig og fór með mig til læknis og þá var ég komin með eyrnabólgu í hitt eyrað. Svo ég fékk nýtt sýklalyf, Zitramax, sem ég var auðvitað rosalega dugleg að taka. Og ég er líka alltaf rosalega dugleg í pústinu, ég er meira að segja búin að læra að segja "anda" (adda). Ég er eiginlega laus við hóstann, en ég er ekki viss um að eyrun mín séu komin í lag, alla vega ætlar mamma að láta lækninn kíkja á mig á eftir og hún ætlar líka að stelast til að láta hann kíkja á augað sitt í leiðinni, hún er eitthvað voða pirruð í því.
En ég þurfti sem sagt að vera heima alla síðustu viku, mamma og pabbi skiptust á að vera hjá mér. Ég var orðin frekar leið á að hanga heima og fá ekki einu sinni að fara út, svo ég var voða glöð að við skyldum fara í Víðihlíð um helgina. Sigurður Pétur var líka rosalega glaður, hann hoppaði og hrópaði "Víðihlíð, Víðihlíð", þegar hann vissi að við værum að fara þangað. Enda var mjög gaman þar, við fórum í bíltúr að skoða Hjálparfoss og út að leika og skoða tré, ég var mjög hrifin af þeim og ég kann líka alveg að segja tré (dé). En verra var að það hefur komist mús í dótakörfuna mína sem ég geymi í Víðihlíð, og hún var búin að naga fullt af dóti og sumu þurfti mamma bara að henda.
Og nú er ég semsagt komin aftur til dagmömmunnar og það er búið að vera mikið fjör, ég var svo glöð að hitta hina krakkana að ég fagnaði þeim öllum með nafni og klappi þegar þau komu inn úr lúrnum sínum. ég er svo mikið að læra ný orð núna, til dæmis kann ég að segja nafnið mitt (Dossa) og nafnið hennar mömmu (Dedli), ég kann að segja kitla (dídla), opna (dotna), upp (appi), búin að sitja (bunninni affa) og margt margt fleira.
En ég þurfti sem sagt að vera heima alla síðustu viku, mamma og pabbi skiptust á að vera hjá mér. Ég var orðin frekar leið á að hanga heima og fá ekki einu sinni að fara út, svo ég var voða glöð að við skyldum fara í Víðihlíð um helgina. Sigurður Pétur var líka rosalega glaður, hann hoppaði og hrópaði "Víðihlíð, Víðihlíð", þegar hann vissi að við værum að fara þangað. Enda var mjög gaman þar, við fórum í bíltúr að skoða Hjálparfoss og út að leika og skoða tré, ég var mjög hrifin af þeim og ég kann líka alveg að segja tré (dé). En verra var að það hefur komist mús í dótakörfuna mína sem ég geymi í Víðihlíð, og hún var búin að naga fullt af dóti og sumu þurfti mamma bara að henda.
Og nú er ég semsagt komin aftur til dagmömmunnar og það er búið að vera mikið fjör, ég var svo glöð að hitta hina krakkana að ég fagnaði þeim öllum með nafni og klappi þegar þau komu inn úr lúrnum sínum. ég er svo mikið að læra ný orð núna, til dæmis kann ég að segja nafnið mitt (Dossa) og nafnið hennar mömmu (Dedli), ég kann að segja kitla (dídla), opna (dotna), upp (appi), búin að sitja (bunninni affa) og margt margt fleira.
föstudagur, febrúar 06, 2004
Aumingja ég
Ég er nú eiginlega alveg orðin góð af hóstanum og eyrnabólgunni, enda er ég búin að vera svo rosalega dugleg að taka meðalið mitt og anda að mér pústinu. En ég í gær átti ég svo voða erfitt með að sofna, mamma skildi ekkert í því hvað gæti verið að angra mig, ég náði samt að sofna en svona klukkutíma seinna vaknaði ég bara með gubb í rúminu mínu. Það var ekki skemmtilegt. Mamma setti mig í sturtu sem mér fannst heldur ekki skemmtilegt. En svo fékk ég að fara upp með sængina mína og borða saltstangir og frosin ber, það var ljómandi fínt. Svo svaf ég alveg í alla nótt og vaknaði ágætlega hress í morgun en ég fæ samt að vera heima með pabba í dag.
sunnudagur, febrúar 01, 2004
Pabbi er bestur
Pabbi minn er sko besti pabbi í heimi og miklu betri en mamma mín! Í morgun er ég búin að fá hjá honum: seríos, vínber, pylsu, súkkulaðiköku, gulrótarköku og snakk. Í gær var afmælisveisla fyrir Sigurð Pétur, hann bauð öllum krökkunum í bekknum sínum og það var sko mikið fjör. Honum fannst eiginlega aðeins of mikið fjör en mér fannst bara mjög gaman. Ég er líka bara í svo góðu skapi núna, mér finnst svo gott að líða svona vel og vera ekki með eyrnaverk og hósta.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)