
Það vita náttúrulega allir hvernig veðrið er þessa dagana, og það þýðir að við mamma megum ekkert vera að því að láta í okkur heyra hérna. Ég er upptekin að aðlagast á leikskólanum (sem gengur mjög vel) og leika úti við Tönju og Telmu, og mamma og pabbi eru upptekin við að smíða pall í garðinn svo það er mikið um að vera hjá okkur. Þeir sem vilja meiri fréttir verða bara að koma í heimsókn :-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli