þriðjudagur, október 26, 2004
Mikið um að vera
Það gekk aldeilis á ýmsu um helgina. Á föstudaginn fór ég fyrst til ömmu Ingu Rósu að leika, og svo kom Sunna frænka að ná í mig. Ég var nú orðin eitthvað slöpp hjá ömmu og farin að kvarta undan því að mér væri illt í maganum, og það endaði með því að ég gubbaði oft og mörgum sinnum hjá aumingja Sunnu frænku, meðal annars í rúmið mitt og öll náttfötin mín. Það var nú ekki sérlega skemmtilegt. En þetta stóð nú sem betur fer ekki lengi og á laugardeginum sváfum við frænkur bara langt fram eftir morgni. Svo fórum við að gefa öndunum brauð og að heimsækja fuglinn sem á að eiga heima í fuglabúrinu hennar Sunnu. Ég ákvað að hann ætti að heita Nemó, það finnst mér gott fuglanafn. Ég fékk líka að fara í freyðibað og það var nú heldur betur skemmtilegt. Svo gerði ég auðvitað margt fleira skemmtilegt sem ég segi mömmu ekkert frá. Ég var samt voða glöð að fá þau mömmu og pabba heim á sunnudagskvöldið og ég var sko ekki ánægð með að þurfa að fara á leikskólann á mánudagsmorguninn, ég vildi bara fá að vera heima í náttfötunum og horfa á sjónvarpið og leika við pabba og mömmu. Það var samt auðvitað líka gaman í leikskólanum, svona þegar ég var komin þangað.
miðvikudagur, október 20, 2004
Namm namm
Það var sko veisla hjá Sunnu, þó ég fengi reyndar hvorki vöfflu né grjónagraut. En ég fékk hrísgrjón sem ég dreifði vandlega um borðið, stólinn minn og allt gólfið. Svo fékk ég rosa gott snakk sem ég hámaði heldur betur í mig, og ég fékk meira að segja nesti í poka. Sunna frænka er sko alveg frábær, mikið hlakka ég til að vera hjá henni í marga daga.
Eitthvað gott
Mamma var að segja mér frá því að við værum að fara til Sunnu frænku í kvöldmat. Ég hafði nú alveg mínar hugmyndir um hvað væri gott að fá að borða hjá henni, stakk upp á að við fengjum "kannski vöfflu", og "kannski gónagaut".
mánudagur, október 18, 2004
Eitt enn
Mér finnst svo gaman að syngja vikudagana og mánuðina, mánuðirnir eru til dæmis svona:
Nabúar, nabúar, mass-a-lúlúágútt, setteber, ottóber, núna ottóber
Nabúar, nabúar, mass-a-lúlúágútt, setteber, ottóber, núna ottóber
Þetta er nú skrýtið
Snjór úti! Það finnst mér skrýtið og skemmtilegt, ég sagði við mömmu: þetta er skrýtinn snjór, ég hlæja. Og svo hló ég. Ég vona bara að það komi fullt af snjó í vetur og mamma og pabbi verði dugleg að fara með mig út að leika og líka í bíltúr að keyra á snjónum.
Þetta var annars afskaplega skemmtileg helgi, enda byrjaði ég á því að segja við mömmu þegar hún sótti mig á leikskólann á föstudaginn "nú er föstudagur, nú er komin helgi". Ég fór auðvitað í sundið á laugardagsmorguninn, rosa dugleg og mikið fjör, ég fékk líka að fara aðeins í rennibrautina á eftir. Svo þegar ég var búin að sofa í kerrunni minni fór ég til Silju frænku minnar, og Hauks og Péturs frænda minna, og auðvitað Önnu Margrétar mömmu þeirra. Nonni frændi var víst í flugvélinni í Ameríku, en mér fannst það eitthvað skrýtið og spurði oft hvar hann væri. Það var mikið fjör hjá okkur, ég fékk að sofa í rúminu hennar Silju og leika með allt dótið hennar, og meira segja fékk ég að fara í fötin hennar þegar ég vaknaði, ég vildi sko líka fá að velja úr fataskápnum eins og hún. Svo þegar við vorum búin að borða og fara út á róló og leika og ýmislegt, þá kom mamma að ná í mig. Og ekki var allt búið enn, því þegar ég var búin að borða kvöldmatinn kom Ásta frænka að passa mig. Ég var sko aldeilis ánægð með það, fyrst lékum við okkur saman og svo sagði hún mér sögur og söng fyrir mig aftur og aftur þangað til ég sofnaði.
Þetta var annars afskaplega skemmtileg helgi, enda byrjaði ég á því að segja við mömmu þegar hún sótti mig á leikskólann á föstudaginn "nú er föstudagur, nú er komin helgi". Ég fór auðvitað í sundið á laugardagsmorguninn, rosa dugleg og mikið fjör, ég fékk líka að fara aðeins í rennibrautina á eftir. Svo þegar ég var búin að sofa í kerrunni minni fór ég til Silju frænku minnar, og Hauks og Péturs frænda minna, og auðvitað Önnu Margrétar mömmu þeirra. Nonni frændi var víst í flugvélinni í Ameríku, en mér fannst það eitthvað skrýtið og spurði oft hvar hann væri. Það var mikið fjör hjá okkur, ég fékk að sofa í rúminu hennar Silju og leika með allt dótið hennar, og meira segja fékk ég að fara í fötin hennar þegar ég vaknaði, ég vildi sko líka fá að velja úr fataskápnum eins og hún. Svo þegar við vorum búin að borða og fara út á róló og leika og ýmislegt, þá kom mamma að ná í mig. Og ekki var allt búið enn, því þegar ég var búin að borða kvöldmatinn kom Ásta frænka að passa mig. Ég var sko aldeilis ánægð með það, fyrst lékum við okkur saman og svo sagði hún mér sögur og söng fyrir mig aftur og aftur þangað til ég sofnaði.
mánudagur, október 11, 2004
Meira London
Ég fann nokkrar (100 eða svo) myndir í viðbót frá London, sýnishorn er hér, en þeir sem vilja myndasýningu frá British Museum verða bara að koma í heimsókn :-Þ
Nokkur skemmtileg orð
Ég get orðið sagt flest orð þannig að allir skilja, en einstöku orð eru samt ennþá aðeins að flækjast uppi í mér. Eins og að ná í eitthvað, ég sný því við þannig að það heitir "ána". Til dæmis sagði ég við pabba í gær þegar ég var að biðja hann að ná í litina fyrir mig, "viltu ána þeir". Og "með mér" vendist líka einhvern veginn þannig að það heitir "emjér". Gammosíur er skrýtið orð sem ég er nýbúin að læra og finnst að heiti "gamlasíður", og sokkabuxur heita "bakkabuxur". Annars kann ég að segja margt og mikið og er afskaplega dugleg að æfa mig allan daginn. Um daginn sagði ég til dæmis leikskólakennaranum mínum frá því í óspurðum fréttum að Sigurður Pétur stóri bróðir minn væri að æfa karate. Svo tók ég nokkra létta karate-takta til að sýna svona hvernig þetta væri.
sunnudagur, október 10, 2004
Myndarskapur
Þá erum við mamma búnar að búa til arrapisu og blómið, vá hvað ég hlakka til að fá að smakka, mér finnst slátur svo gott. Ég var mjög dugleg að hjálpa við að hella mjöli út í og hræra, en ég fékk ekki að sauma neitt. Það verður kannski seinna þegar ég er orðin aðeins stærri.
fimmtudagur, október 07, 2004
Söngbókin mín
Svona eru nokkur lög sem ég er mikið að syngja þessa dagana:
Sól sól gín á mig, gígí burt með þig
Gott er í sólinni, sól sól gín á mig
Tarraralla lalla
Gutti aldrei geggir þessu
Gettir sig og BARA HLÆR!
... og svo bútar héðan og þaðan úr textanum
Afi amma amma mín, útu Bakka búa
Þau eru sæt og sæt og fín
Þangað vil ég hljúga
Hljúga kítu firrildin, fyrir utan gluggan
Þarna sidlir einker inn, ofurlítil duggan
Hættu að gáta hringaKNÚS
.... restin einhvern veginn upp og ofan, en ég veit að það á að vera hringaknús, og leiðrétti mömmu þegar hún syngur hringagná
Og margt fleira kann ég að syngja, til dæmis Dvel ég í Draumahöll, Sofðu unga ástin mín (öll erindin meira og minna), Litlu andarungarnir, Sigga litla systir mín, Bí bí og blaka, Fuglinn segir bíbíbí, Grænmetislagið og fleira og fleira. Mér finnst líka svo ósköp gaman að syngja og oft þegar ég sé eitthvað sem minnir mig á eitthvað lag þá fer ég að syngja það. Til dæmis ef ég sé andarunga fer ég að syngja Litlu andarungarnir, og þegar ég var að fara til læknis sem heitir Ari fór ég að syngja Hann Ari er lítill. Ég hætti því nú samt sem betur fer áður en við hittum hann, mömmu leist held ég ekkert á.
Sól sól gín á mig, gígí burt með þig
Gott er í sólinni, sól sól gín á mig
Tarraralla lalla
Gutti aldrei geggir þessu
Gettir sig og BARA HLÆR!
... og svo bútar héðan og þaðan úr textanum
Afi amma amma mín, útu Bakka búa
Þau eru sæt og sæt og fín
Þangað vil ég hljúga
Hljúga kítu firrildin, fyrir utan gluggan
Þarna sidlir einker inn, ofurlítil duggan
Hættu að gáta hringaKNÚS
.... restin einhvern veginn upp og ofan, en ég veit að það á að vera hringaknús, og leiðrétti mömmu þegar hún syngur hringagná
Og margt fleira kann ég að syngja, til dæmis Dvel ég í Draumahöll, Sofðu unga ástin mín (öll erindin meira og minna), Litlu andarungarnir, Sigga litla systir mín, Bí bí og blaka, Fuglinn segir bíbíbí, Grænmetislagið og fleira og fleira. Mér finnst líka svo ósköp gaman að syngja og oft þegar ég sé eitthvað sem minnir mig á eitthvað lag þá fer ég að syngja það. Til dæmis ef ég sé andarunga fer ég að syngja Litlu andarungarnir, og þegar ég var að fara til læknis sem heitir Ari fór ég að syngja Hann Ari er lítill. Ég hætti því nú samt sem betur fer áður en við hittum hann, mömmu leist held ég ekkert á.
Myndir
Mamma heldur áfram að mjatla inn myndum, núna eru komnar myndir frá því hún og pabbi fóru til London í júní.
þriðjudagur, október 05, 2004
mánudagur, október 04, 2004
Merkishelgi
Það var mikið fjör og margt um að vera hjá mér þessa helgina. Á föstudaginn fékk ég loksins að fara í leikskólann, í fyrsta skipti alla vikuna. Ég var nú bara pínu feimin þegar ég mætti, en ég jafnaði mig fljótt á því. Svo komu mamma og pabbi og sóttu mig og fóru með mig til ömmu og afa í Hjallabrekku, ég tók með mér sængina mína og koddann og öll meðölin mín því ég mátti vera hjá þeim alveg þangað til næsta dag. Það var sko aldeilis fínt, mér fannst svo notalegt að sofa í Hjallabrekkunni að ég fór ekki á fætur fyrr en hálftíu. Aldrei myndi ég nú nenna því heima hjá mér! Svo fékk ég að leika mér og lita með nýju litunum sem amma keypti, eftir hádegið komu Ásta frænka og Haukur og svo kom mamma að ná í mig en áður en við fórum fengum við kex og fína köku sem amma bakaði. Í gær (sunnudag) fékk ég svo að fara í leikhús í fyrsta skipti, og vá hvað það var gaman! Við sáum músina og refinn og broddgöltinn í skóginum, það var sungið bæði Dvel ég í draumahöll og Grænmetislagið og margt fleira, ég sat alveg dolfallinn allan tímann, ég átti bara ekki orð, þetta var svo flott og skemmtilegt. Eins gott að ég var að fara í afmælisveislu til Nonna frænda eftir leikhúsið, annars hefði ég bara ekkert viljað fara þaðan. Það var auðvitað mjög gaman í veislunni líka, ég er nú orðin svo stór að ég gat verið bara alveg sjálf uppi að leika við Silju frænku mína. Ég hitti líka ömmu og afa á Akureyri og það var nú aldeilis gaman. Og ekki er allt búið enn, því ég eignaðist glænýjan pínulítinn frænda um helgina! Heldur betur hlakka ég nú til að kynnast honum :-)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)