þriðjudagur, október 26, 2004

Mikið um að vera

Það gekk aldeilis á ýmsu um helgina. Á föstudaginn fór ég fyrst til ömmu Ingu Rósu að leika, og svo kom Sunna frænka að ná í mig. Ég var nú orðin eitthvað slöpp hjá ömmu og farin að kvarta undan því að mér væri illt í maganum, og það endaði með því að ég gubbaði oft og mörgum sinnum hjá aumingja Sunnu frænku, meðal annars í rúmið mitt og öll náttfötin mín. Það var nú ekki sérlega skemmtilegt. En þetta stóð nú sem betur fer ekki lengi og á laugardeginum sváfum við frænkur bara langt fram eftir morgni. Svo fórum við að gefa öndunum brauð og að heimsækja fuglinn sem á að eiga heima í fuglabúrinu hennar Sunnu. Ég ákvað að hann ætti að heita Nemó, það finnst mér gott fuglanafn. Ég fékk líka að fara í freyðibað og það var nú heldur betur skemmtilegt. Svo gerði ég auðvitað margt fleira skemmtilegt sem ég segi mömmu ekkert frá. Ég var samt voða glöð að fá þau mömmu og pabba heim á sunnudagskvöldið og ég var sko ekki ánægð með að þurfa að fara á leikskólann á mánudagsmorguninn, ég vildi bara fá að vera heima í náttfötunum og horfa á sjónvarpið og leika við pabba og mömmu. Það var samt auðvitað líka gaman í leikskólanum, svona þegar ég var komin þangað.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli