miðvikudagur, desember 01, 2004

Ég er svo heppin stúlka

Ég á svo góða frænku, hana Silju, sem leyfði mér að vera hjá sér og sofa í rúminu sínu og leika með dótið sitt og allt hvaðeina. Og hún mamma Anna Margrét er líka svo góð við mig. Ég fékk að fara til þeirra á laugardaginn, svo næsta laugardag ætlar Silja að koma til mín. Ég hlakka sko mikið til. Svo var amma Gisela í heimsókn hjá okkur, það var líka gaman þó ég væri reyndar dálítið þreytt á sunnudaginn af því að ég gleymdi að sofa í kerrunni minni. Svo ég þurfti aðeins að öskra og skæla, það var ekki eins gaman :-( En ég var samt ósköp glöð að hafa hana ömmu hjá okkur, og ég velti því líka aðeins fyrir mér hvar afi Jón væri, "hvar er afi Jón, ég gleymdi honum" sagði ég. Og ég vil endilega fara aftur til Akureyrar til ömmu og afa, ég man alveg eftir húsinu þeirra, það er dót þar og stigi og ég var að leika mér og lesa bók þegar ég fór til þeirra síðast, sem var í endaðan apríl.

Í gær var svo aftur rosa fjör, þá fékk ég að fara í partý í skólann hans Sigurðar Péturs. Það var sko flott, fullt af stórum krökkum sem voru að syngja og leika ýmislegt, snakk og kökur og kleinur og mikið fjör. Ég hlakka svo mikið til að fara í skóla að ég get bara næstum ekki beðið.

Svo er bara eitt að lokum, í gær raðaði ég öllum snuddunum mínum í röð á stofuborðið og taldi þær, og þær eru 12.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli