þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Prúður næturgestur

Hún Júlía Jökulrós var aldeilis ljúf og góð hjá okkur. Hún borðaði fullt af graut og drakk úr pelanum og fór svo bara að sofa. Klukkan sjö vaknaði hún og drakk meira úr pelanum (þá var ég sko vöknuð, ég var svo spennt eitthvað) og svo sofnaði hún aftur og ég þurfti að vekja hana klukkan tíu!

Við mamma fórum svo í húsdýragarðinn eftir hádegið og vorum þar lengi lengi, skoðuðum dýrin oft og mörgum sinnum og fórum þrisvar sinnum í fjölleikahúsið (vísindatjaldið). Ég fékk líka að fara einn hring á hestbaki, það er alltaf jafn gaman og ég er ótrúlega flink að sitja á hestinum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli