þriðjudagur, maí 02, 2006

Langur dagur

Í gær var langur dagur hjá mér. Ég horfði á barnatímann og fór svo út að leika í góða veðrinu með bróður mínum. Svo komu Sunna og Maggi og Júlía, þau voru að fara í bæinn og voru svo góð að taka mig með. Ég fékk að fara í skrúðgöngu, hoppukastala, á kaffihús og ég fékk að syngja Öxar við ána með lúðrasveitinni. Ég ætlaði líka að fá ís, en þá kom haglél svo við fórum bara heim til Sunnu og Magga. Svo komu mamma og pabbi að sækja mig og við keyrðum alla leiðina í Stykkishólm til að fara með pabba á sjúkrahúsið. Í Stykkishólmi fékk ég hamborgara og franskar á veitingahúsi, namminamm hvað það var gott og hvað ég var svöng, ég kláraði næstum því allan matinn. Svo fór pabbi á sjúkrahúsið og við mamma keyrðum alla leiðina til baka. Ég sofnaði nú sem betur fer á bakaleiðinni, enda var klukkan orðin mjög margt og ég orðin mjög þreytt.

3 ummæli:

  1. Nafnlaus9:44 f.h.

    Nei heyrðu mig nú góða mín... loforð er loforð, þú fekkst ís í bílnum á leiðinni heim úr bænum.

    SvaraEyða
  2. Úbbs, ég gleymdi að segja mömmu það, ég var svo upptekin að monta mig af súkkulaðikökunni sem ég fékk með rjómanum yfir.

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus2:59 e.h.

    Uhm, kannski ekki alveg hollasti dagurinn...

    SvaraEyða