föstudagur, júní 02, 2006

Besti pabbi í heimi

Hann pabbi minn er svo frábær! Hann leyfir mér alltaf að koma með í langan göngutúr með Gabríel lengst út í fjöru. Ég fer á hlaupahjólinu mínu niður að hrauninu og svo löbbum við lengst lengst út eftir tanganum sem liggur langt út í sjó, við löbbum alveg í klukkutíma upp og niður í þúfum og hrauni. Ég er rosa dugleg að labba enda er svo gaman, en ég er líka bæði svöng og þreytt þegar við komum aftur heim. Við finnum alltaf eitthvað skemmtilegt, fullt af hreiðrum, sum með ungum og sum með eggjum, krossfiska og ígulker, kuðunga með kröbbum í og alls kyns fjársjóði. Gabríel finnst mest gaman að synda í sjónum, hann er orðinn algjör sjóhundur. En mamma kemur ekki með því hún getur ekki labbað svona mikið út af bumbunni, bara við pabbi erum svona dugleg að labba.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli