fimmtudagur, maí 31, 2007
Ofnæmi fyrir útlöndum
Gleymdi að segja ykkur að Guðmundur Steinn er kannski með svoleiðis, það er sko alveg hægt. Ég heyrði ömmu eitthvað gantast með þetta við mömmu og var fljót að sjá það að það gæti alveg verið og þá gæti hann kannski ekki komið með okkur til Þýskalands. Þá verður hann bara að vera hjá ömmu og afa á meðan. Já, pottarnir hafa sko eyru og eru ekki lengi að draga sínar ályktanir.
Sjálfstæð
Ég er orðin svo stór og dugleg, að í gær labbaði ég alein heim úr leikskólanum! Mamma kom á bílnum að sækja mig en ég vildi bara drífa mig labbandi. Það eru heldur engar götur á leiðinni, ég get verið á göngustíg og gangstétt alla leiðina, en þetta er samt dálítill spotti fyrir stutta fætur.
Nú, svo var ég hjá ömmu og afa í síðustu viku, mamma og pabbi voru með Guðmund Stein gubbandi í Róm. Það var sko miklu skemmtilegra hjá mér, ég fékk krítar og krossgátubók og kjól fyrir fermingarveislu sem ég fór í með ömmu og afa. Ég fór líka með þeim í heimsókn og fékk að vaka lengi lengi með unglingunum frænkum mínum og frændum sem voru að horfa á vídeó og borða snakk. Það var sko ekki leiðinlegt skal ég segja ykkur! Og ég fór á sundnámskeið, út að leika, fékk stóra flís í fótinn, tíndi orma og margt margt fleira. Þegar mamma og pabbi komu heim fékk ég svo stóra óskakúlu frá Róm, það er sko svona kúla með snjó inni í.
Núna er afi farinn í langt langt ferðalag, hann flaug til Calgary að sækja stóran bíl fyrir vinnuna sína. Svo er hann að leggja af stað að keyra bílinn alla leiðina þvert yfir Kanada. Og það er sko ekki lítið land!
Nú, svo var ég hjá ömmu og afa í síðustu viku, mamma og pabbi voru með Guðmund Stein gubbandi í Róm. Það var sko miklu skemmtilegra hjá mér, ég fékk krítar og krossgátubók og kjól fyrir fermingarveislu sem ég fór í með ömmu og afa. Ég fór líka með þeim í heimsókn og fékk að vaka lengi lengi með unglingunum frænkum mínum og frændum sem voru að horfa á vídeó og borða snakk. Það var sko ekki leiðinlegt skal ég segja ykkur! Og ég fór á sundnámskeið, út að leika, fékk stóra flís í fótinn, tíndi orma og margt margt fleira. Þegar mamma og pabbi komu heim fékk ég svo stóra óskakúlu frá Róm, það er sko svona kúla með snjó inni í.
Núna er afi farinn í langt langt ferðalag, hann flaug til Calgary að sækja stóran bíl fyrir vinnuna sína. Svo er hann að leggja af stað að keyra bílinn alla leiðina þvert yfir Kanada. Og það er sko ekki lítið land!
laugardagur, maí 19, 2007
Tsjúkkitt
Ég er orðin frískari, sem betur fer. Ég fékk sennilega bæði eyrnabólgu og gubbupest í einu, ég var ægilega lasin í einn dag en svo hresstist ég fljótt. Eins gott, því þá get ég hitt Silju frænku í keilu í dag og farið í afmæli til Teits og Bergs Mána á morgun. Svo er ég að fara í pössun til ömmu og afa á morgun, því mamma og pabbi og Guðmundur Steinn eru að fara til Rómar. Ég hlakka mikið til og er alltaf að skipuleggja hvað ég eigi að taka með mér og svona. En ef einhverjir innbrotsþjófar eru að lesa þetta þá þýðir sko ekkert að brjótast hérna inn á meðan við erum í burtu, því Gabríel verður heima að passa húsið! Leigjendurnir ætla nefnilega að vera svo góð að passa hann fyrir okkur á meðan.
fimmtudagur, maí 17, 2007
Mesta grey í bænum
Ég á svoooo bágt. Í gærkvöldi fór ég að finna til í eyranu mínu og það bara versnaði og versnaði svo ég gat ekki sofnað. Á endanum samþykkti ég að fá smá verkjalyf og þá sofnaði ég loksins og svaf til eitt, en þá vaknaði ég aftur við eyrnaverkinn. Ég fékkst aftur til að taka smá meðal og náði að sofa til fjögur, en þá var ég aftur farin að finna svo mikið til og þá vildi ég alls ekki fá meira meðal. Svo ég grét og dottaði til skiptis til sex, þá bara fór ég fram, klæddi mig og fékk mér morgunmat og fór að horfa á mynd. Ég dottaði svo upprétt í stólnum yfir myndinni til átta og síðan barnatímanum. Þá var farið að leka úr eyranu mínu og það greinilega létti mikið á þrýstingnum því fyrir níu var ég lögst í rúmið mitt og steinsofnuð. Ég ætla svo að drífa mig til læknis á eftir þegar opnar á barnalæknavaktinni.
En í gær var ég ekki grey, þá fengum við Guðmundur Steinn að fara í pössun til ömmu og afa eftir leikskólann og Júlía var líka þar í pössun. Svo þið getið ímyndað ykkur hvort það hafi ekki verið fjör! Ég fékk meira að segja að fara aðeins út á línuskauta og afi hjálpaði mér að hanga á löppunum.
Um helgina var ég heldur ekki grey, á sunnudaginn var afmælisveisla hjá Hilku og Alla afa fyrir hann Magga. Þar fengum við afskaplega góðan mat að borða, og svo fórum við Sigurður út og lékum okkur á risastóru túni og svo á leikskólavelli við hliðina á húsinu. Það var svo frábærlega skemmtilegt að ég vildi helst drífa mig aftur þangað í heimsókn daginn eftir.
Og á laugardaginn fór ég að skoða Barnaskólann sem ég er að fara í þegar sumarið er búið. Þar var rosa skemmtilegt útisvæði, og inni var leikstofa og teppi með plássum, alveg eins og í leikskólanum mínum. Þetta verður örugglega mjög skemmtilegt. Já og ekki nóg með það, ég er sko að fara í tvo skóla í haust! Ég er nefnilega að fara að læra á selló í Suzuki skólanum. Það verður nú aldeilis spennandi. Og þá getur mamma rifjaði upp fiðlutaktana ;-)
En í gær var ég ekki grey, þá fengum við Guðmundur Steinn að fara í pössun til ömmu og afa eftir leikskólann og Júlía var líka þar í pössun. Svo þið getið ímyndað ykkur hvort það hafi ekki verið fjör! Ég fékk meira að segja að fara aðeins út á línuskauta og afi hjálpaði mér að hanga á löppunum.
Um helgina var ég heldur ekki grey, á sunnudaginn var afmælisveisla hjá Hilku og Alla afa fyrir hann Magga. Þar fengum við afskaplega góðan mat að borða, og svo fórum við Sigurður út og lékum okkur á risastóru túni og svo á leikskólavelli við hliðina á húsinu. Það var svo frábærlega skemmtilegt að ég vildi helst drífa mig aftur þangað í heimsókn daginn eftir.
Og á laugardaginn fór ég að skoða Barnaskólann sem ég er að fara í þegar sumarið er búið. Þar var rosa skemmtilegt útisvæði, og inni var leikstofa og teppi með plássum, alveg eins og í leikskólanum mínum. Þetta verður örugglega mjög skemmtilegt. Já og ekki nóg með það, ég er sko að fara í tvo skóla í haust! Ég er nefnilega að fara að læra á selló í Suzuki skólanum. Það verður nú aldeilis spennandi. Og þá getur mamma rifjaði upp fiðlutaktana ;-)
föstudagur, maí 04, 2007
Algjör snillingur
Í bílnum á leiðinni heim úr leikskólanum var ég að æfa mig að reikna:
11 + 11.. það eru... 21, nei 22.
Mamma: Já rétt, hvernig vissirðu það?
Ég: Bara af því að 11 er aðeins meira en 10 og þá eru það tveir í viðbót.
Og svo eitt gullkorn þar sem ég sat á klósettinu áðan (mamma fær orð í eyra þegar ég verð stærri og kemst að því að hún hefur skrifað þetta á netið!):
Svaka kúkur maður!
11 + 11.. það eru... 21, nei 22.
Mamma: Já rétt, hvernig vissirðu það?
Ég: Bara af því að 11 er aðeins meira en 10 og þá eru það tveir í viðbót.
Og svo eitt gullkorn þar sem ég sat á klósettinu áðan (mamma fær orð í eyra þegar ég verð stærri og kemst að því að hún hefur skrifað þetta á netið!):
Svaka kúkur maður!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)