miðvikudagur, janúar 09, 2008

Stórt skref

Nú er ég orðin svo stór að ég fékk að gista hjá vinkonu minni, henni Kristínu Kolku. Það var ótrúlega gaman hjá okkur og við vorum mjög duglegar. Mamma hennar sótti okkur báðar í skólann og við fórum heim til Kristínar. Við vorum svo spenntar að vera að fara að gista saman að við fórum beint í náttfötin. Svo lékum við okkur í fimleikaæfingum og alls kyns skemmtilegum leikjum, borðuðum fullt af fiski í kvöldmat og fórum svo prúðar og góðar að sofa á dýnu undir sömu sæng. Við vildum nefnilega alls ekki fá aukasæng, við vildum bara kúra okkur saman. Daginn eftir fór svo mamma hennar með okkur í skólann og mamma og pabbi hittu mig ekki fyrr en eftir þann skóladag. Þeim fannst þetta nú dálítið skrýtið en mér fannst þetta ekkert mál.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli