fimmtudagur, mars 19, 2009

Fyrsta handboltamótið


Ég keppti á fyrsta handboltamótinu mínu um daginn og það var svo gaman! Við kepptum þrjá stutta leiki, fjórar saman í liði og skiptumst á að vera í marki. Ég skoraði mark, var ekkert smá ánægð með það :-) Og ég var ótrúlega dugleg að hlaupa til baka úr sókn til baka í vörnina, enda var ég orðin eldrauð í framan eftir síðasta leikinn og var bara í dágóða stund að jafna mig. En þetta var frábært og ég get ekki beðið eftir að fá að keppa aftur á móti. Ég ætla líka að vera í landsliðinu þegar ég verð stór, eins og þjálfarinn minn.

1 ummæli:

  1. Nafnlaus9:18 e.h.

    Tekur sig ekkert smá vel út :)

    SvaraEyða