mánudagur, september 07, 2009

Tannlaus


Svona er ég nú flott núna :-) Ég er byrjuð aftur í skólanum eftir aldeilis fínt sumarfrí, við rúntuðum fram og aftur um landið í Hummernum í fjórar vikur og gerðum margt margt skemmtilegt. Ég fékk líka að fara á skátanámskeið og það var algjört æði, ég fór í sund í Nauthólsvík, hjólandi að Vífilsstaðavatni og þar á kajak, og meira að segja í útilegu yfir nótt. Svo fannst mér líka mjög gaman að mæta aftur í skólann og hitta allar vinkonurnar, og heldur betur spennandi að fá heimaverkefni! Og nú styttist bara í afmælið mitt. Ég veit alveg hvað mig langar mest af öllu í í afmælisgjöf, það er nefnilega miðar á Söngvaseið. Ég fékk að fara með ömmu síðasta vor og alveg síðan þá hef ég beðið eftir því að afmælið mitt komi og óskað mér þess mest af öllu í afmælisgjöf að fá að fara aftur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli