miðvikudagur, júní 27, 2012
Ég á litla systur
Loksins er komið litla systkinið sem ég er búin að bíða eftir síðan 10. nóvember, þá skrifaði ég þetta í minnisbókina mína:
"Guðmundur er búin að vera með lúnabólgu. Í skólanum í dag fórum við á skauta. En nú er komið að aðalatriðinu. Við sátum við borðið og vorum að borða k.m. Þá sagði pabbi að við værum að fá nýtt sæti í Hummerin, þá sagði Siggi til hvers. Mamma: fyrir nýja barnið. Hvaða nýja barn sagði ég. Ég er ólétt sagði mamma. Og þar með komst ég að nýja systkininu.Viðvörun - Uss! bók bannað að segja."
Og hún er komin, litla sæta systirin mín fæddist 9. júní. Hún er ótrúlega sæt og góð og mér finnst mjög gaman að halda á henni og passa hana. Alla vega þegar ég er heima, en svo er ég líka svolítið oft að leika við vinkonur mínar og gista hjá þeim og gera alls kyns skemmtilegt, enda er ég komin í sumarfrí.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli