Elsku fólk, vinir og fjölskylda, mömmukonur og mjónubörn. Ég óska þess að þið eigið gleðileg jól og njótið ljúfra daga með fjölskyldum ykkar. Takk fyrir samfylgdina á árinu og hlakka til að hitta ykkur á því næsta. Mamma, pabbi og Sigurður Pétur biðja líka að heilsa kæra jólakveðju. |
þriðjudagur, desember 23, 2003
Gleðileg jól
þriðjudagur, desember 16, 2003
Nokkrar nýjar myndir
Ekki mjög margar, en bara svona rétt til að þið sjáið hvað við erum ennþá sæt systkinin, og hvað mamma var flink að föndra aðventukrans, þær eru hérna. Annars er það er nú helst í merkilegum fréttum af mér að ég er búin að vera ótrúlega dugleg að taka meðalið mitt, ég bað meira að segja um meira hjá Katrínu í gær. Enda er ég búin að fá mjög fínt í skóinn frá jólasveinunum, lítinn hest og kú til að leika við svínið, bleika sokka með blómum og nýja snuddu. Mér líður líka miklu betur, mamma þarf að vekja mig á morgnana því ég bara steinsef fram eftir öllu. En ég missti því miður af jólaballinu sem ég ætlaði að fara á á laugardaginn. Í staðinn fékk ég að fara með ömmu í jólablómabúð á sunnudaginn, þar voru syngjandi páfagaukar og alls kyns fínt.
föstudagur, desember 12, 2003
Ertu komin aftur...
eyrnabólga, landsins forni þú veist hvað. Og svo er nú það, ég er komin með bullandi eyrnabólgu í vinstra eyrað. Það útskýrir alla vega hvað ég er búin að sofa illa síðustu nætur. Nú þarf ég bara að vera dugleg að taka meðalið mitt, ég var nú mjög dugleg áðan og við mamma klöppuðum mikið fyrir mér. Ef ég verð dugleg og mér batnar vel, þá þarf ég bara að taka meðalið í fimm daga. Heyrðu og svo verð ég nú að segja ykkur annað, haldið þið að mamma hafi ekki sett stígvélið mitt út í glugga þegar ég fór að sofa í gær. Þetta fannst mér nú alveg út í hött og gat engan veginn farið að sofa fyrr en mamma var búin að taka stígvélið. Svo þegar ég vaknaði í morgun, þá var stígvélið aftur komið út í glugga, og í því var svín! Mamma segir að einhver Stekkjastaur hafi gefið mér það, ég skildi nú lítið í þessu öllu saman en var samt mjög ánægð með svínið. Ég er líka svo flink að gera svínahljóð.
mánudagur, desember 08, 2003
Alltaf nóg að gera
Já, það má nú segja að það er alltaf nóg að gera hjá okkur mömmu. Mamma er nú svo dugleg þessa dagana að ég veit ekki hvað er eiginlega í gangi með hana, hún er alltaf að sparsla og baka og taka til í bílskúrnum og ég veit bara ekki hvað og hvað. Á föstudaginn ætluðu þau pabbi í búðarferð og Linda ætlaði að koma að passa okkur, en svo var hún bara lasin greyið. Svo við Sigurður Pétur fengum að fara til ömmu og afa í smástund, ég var nú ánægð með það og fór strax að tygja mig þegar mamma sagði að ég ætti að fara til afa og ömmu.
Á laugardaginn fórum við á Garðatorg að sjá þegar það var kveikt á jólatrénu, þar var voða fín tónlist sem ég var heldur betur hrifin af, ég var eiginlega bara alveg dáleidd. Svo komu jólasveinar og ég var ekki alveg jafn hrifin af þeim.
Linda greyið var ennþá veik á laugardaginn og mamma og pabbi voru að fara í jólahlaðborð svo Sunna frænka kom og passaði okkur í smástund. Hún ætlaði nú bara ekki að trúa því hvað ég er góð að fara að sofa, ég leggst nefnilega oftast bara niður með snuddurnar mínar tvær og ligg svo stillt og góð þangað til ég sofna. Hún meira að segja kom og kíkti á mig af því hún var svo hissa á þessu, ég veit það vegna þess að ég var ekki sofnuð þá. En ég var nú ekki að láta það trufla mig og hélt bara áfram að kúra mig þangað til ég sofnaði. Svo var ég voða góð við mömmu og leyfði henni að sofa alveg til sjö í gærmorgun. Þegar ég var svo búin að leggja mig fórum við í afmælisveislu til ömmu Ingu Rósu, ég fékk margt gott þar, til dæmis jarðarber, heitan rétt og kókosmakkarónur. Svo var ég með atriði, mamma söng og ég dansaði og dillaði mér eins og ég er búin að læra hjá dagmömmunni. Ég sýndi Höfuð, herðar, hné og tær, Við erum söngvasveinar og Í skóginum stóð kofi einn. Þetta vakti mikla lukku, allir klöppuðu fyrir mér og ég hrópaði meira meira eftir hvert lag. Nú þarf ég bara að vera dugleg að æfa mig fyrir jólaballið sem ég ætla að fara á um næstu helgi.
Á laugardaginn fórum við á Garðatorg að sjá þegar það var kveikt á jólatrénu, þar var voða fín tónlist sem ég var heldur betur hrifin af, ég var eiginlega bara alveg dáleidd. Svo komu jólasveinar og ég var ekki alveg jafn hrifin af þeim.
Linda greyið var ennþá veik á laugardaginn og mamma og pabbi voru að fara í jólahlaðborð svo Sunna frænka kom og passaði okkur í smástund. Hún ætlaði nú bara ekki að trúa því hvað ég er góð að fara að sofa, ég leggst nefnilega oftast bara niður með snuddurnar mínar tvær og ligg svo stillt og góð þangað til ég sofna. Hún meira að segja kom og kíkti á mig af því hún var svo hissa á þessu, ég veit það vegna þess að ég var ekki sofnuð þá. En ég var nú ekki að láta það trufla mig og hélt bara áfram að kúra mig þangað til ég sofnaði. Svo var ég voða góð við mömmu og leyfði henni að sofa alveg til sjö í gærmorgun. Þegar ég var svo búin að leggja mig fórum við í afmælisveislu til ömmu Ingu Rósu, ég fékk margt gott þar, til dæmis jarðarber, heitan rétt og kókosmakkarónur. Svo var ég með atriði, mamma söng og ég dansaði og dillaði mér eins og ég er búin að læra hjá dagmömmunni. Ég sýndi Höfuð, herðar, hné og tær, Við erum söngvasveinar og Í skóginum stóð kofi einn. Þetta vakti mikla lukku, allir klöppuðu fyrir mér og ég hrópaði meira meira eftir hvert lag. Nú þarf ég bara að vera dugleg að æfa mig fyrir jólaballið sem ég ætla að fara á um næstu helgi.
föstudagur, desember 05, 2003
Súkkulaðiskotta
Í gær fékk ég sojasúkkulaðiköku í kaffitímanum hjá Katrínu. Hún var svo ótrúlega góð (kakan sko, en Katrín er líka voða góð) að ég borðaði þrjár sneiðar og svo þegar ég var hætt þá samt eiginlega gat ég það ekki og kom aftur að borðinu til að biðja um aðeins meira. Og ekki var nú kvöldmaturinn amalegur heldur, lifrarpylsa og blóðmör, namm hvað það var gott! Sigurður Pétur var rosalega duglegur í gær, hann var að leika Bjúgnakræki í jólasveinaleikriti í skólanum sínum. Pabbi og mamma fóru að horfa á hann og tóku myndir svo að mamma hans gæti séð leikritið, hún er nefnilega í útlöndum. Svo þegar þau komu út eftir leikritið, þá var víst eitt dekkið á bílnum bara alveg loftlaust. Þá voru þau nú heppin að vera með kolsýrukútinn í bílnum. En það fannst ekki neitt að dekkinu, sennilega hefur bara einhver jólasveinn verið að hrekkja þau.
þriðjudagur, desember 02, 2003
Til hamingju með daginn amma mín
Jújú, amma Inga Rósa á afmæli í dag, til hamingju með það elsku amma. Ég fékk að fara með þeim ömmu og afa í annan ævintýraleiðangur á laugardaginn á meðan pabbi og mamma fóru með Sigurð Pétur að kaupa Línu langsokk dúkku handa mér. Það er alltaf svo gaman í ævintýrum með afa og ömmu, ég fékk að fara í rúllustiga og það var ótrúlega spennandi. Og ég fór labbandi í búðina með ömmu, rosalega dugleg. Ég var ekkert alveg tilbúin að fara þegar mamma og pabbi komu að ná í mig en það var nú samt gott að koma heim og leggjast í rúmið sitt og steinsofna á stundinni. Á sunnudaginn komu svo amma og afi á Akureyri í heimsókn, það var líka afskaplega gaman. Ég fékk fíl frá þeim sem ég knúsaði og kreisti. Svo fór ég með mömmu í bílinn að keyra þau á hótelið sitt og ég var frekar svekkt þegar ég fékk ekki að fara með þeim út úr bílnum heldur þurfti bara að fara heim aftur með mömmu. Í gær kom svo hún Linda að heimsækja okkur, hún ætlar að vera barnapían mín. Okkur mömmu leist bara mjög vel á hana og vonandi leist henni vel á mig. Ég var náttúrulega pínu feimin við hana en ég held samt að hún sé skemmtileg.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)