föstudagur, desember 05, 2003

Súkkulaðiskotta

Í gær fékk ég sojasúkkulaðiköku í kaffitímanum hjá Katrínu. Hún var svo ótrúlega góð (kakan sko, en Katrín er líka voða góð) að ég borðaði þrjár sneiðar og svo þegar ég var hætt þá samt eiginlega gat ég það ekki og kom aftur að borðinu til að biðja um aðeins meira. Og ekki var nú kvöldmaturinn amalegur heldur, lifrarpylsa og blóðmör, namm hvað það var gott! Sigurður Pétur var rosalega duglegur í gær, hann var að leika Bjúgnakræki í jólasveinaleikriti í skólanum sínum. Pabbi og mamma fóru að horfa á hann og tóku myndir svo að mamma hans gæti séð leikritið, hún er nefnilega í útlöndum. Svo þegar þau komu út eftir leikritið, þá var víst eitt dekkið á bílnum bara alveg loftlaust. Þá voru þau nú heppin að vera með kolsýrukútinn í bílnum. En það fannst ekki neitt að dekkinu, sennilega hefur bara einhver jólasveinn verið að hrekkja þau.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli