miðvikudagur, september 01, 2004

Sjúkrahúsfjör

Ég fékk að fara á sjúkrahús og það var sko gaman! Í fyrradag fékk ég að vera þar í smástund, hjúkrunarkonan mældi hvað ég er sterk og stór og svo fékk ég að leika með dúkkur og lesa bækur og gera margt skemmtilegt. Í gær fékk ég síðan að vera allan daginn, ég fékk að horfa á múmínálfana, leika með allt dótið, púsla og lesa. Svo fékk ég að keyra um allt í rúminu, það var sko brjálað! Síðan bara svaf ég í smástund á meðan læknirinn tók mynd af bakinu mínu, sem er víst rosa fínt og flott og alveg eins og það á að vera. Ég var reyndar pínu óánægð með slönguna sem var föst í hendinni minni þegar ég vaknaði, en annars var ég bara nokkuð hress. Ég fékk síðan að keyra meira í rúminu og horfa á meiri múmínálfa, en svo þurfti ég því miður að fara heim. Ég vildi nú helst bara fara aftur á sjúkrahúsið í morgun, en það var svo sem allt í lagi líka að fara í leikskólann.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli