mánudagur, október 17, 2005

Lasin og leið

Ég er lasin, með andstyggðarhósta og kulda (35 gráður). Það er gott að mamma mín veit að maður er líka lasinn þegar maður er með kulda en ekki hita, því hún fær þannig sjálf, og líka amma mín. Mér líður ósköp illa og er búin að reyna duglega á þolinmæðina hjá pabba og mömmu, ég reyni að biðja um eitthvað sem ég veit að ég fæ ekki, bara til að fá þau til að rífast við mig svo ég geti fengið útrás fyrir pirringinn og vanlíðanina, og ég lem þau og sparka og hendi mömmu fram úr rúminu. En svo á milli er ég ósköp ljúf og góð og kalla þau bestu pabba og mömmu í heimi, sem þau auðvitað eru :-)

2 ummæli:

  1. Æji, en leiðinlegt að heyra, vonandi batnar þér fljótt, litla skott :-)

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus10:19 e.h.

    Elsku kellingin! Láttu þér batna sem allra allra fyrst! Lilja og co

    SvaraEyða