fimmtudagur, október 06, 2005

Tuttugu tennur

Hvorki meira né minna, hvítar og fínar! Ég fór nefnilega í fyrstu tannlæknisheimsóknina mína í gær. Mér fannst rosalega gaman og var mjög montin af fínu tönnunum mínum. Ég spurði mömmu nokkrum sinnum hvað þær væru aftur margar, svo ég gæti sagt pabba það þegar við kæmum heim. Ég var rosalega dugleg, ég fékk að sjá hvernig stóllinn fór upp og niður og breyttist í rúm, hvernig tannlæknirinn gat búið til rok og rigningu, og hvernig hún gat látið koma vatn í glas. Svo lét hún ryksuguna drekka vatnið, það var eina sem ég var ekki alveg sátt við því ég hafði ætlað að drekka það. Svo fékk ég að setjast í stólinn og sjá mynd af mér í sjónvarpinu, tannlæknirinn taldi tennurnar og við spjölluðum dálítið um tannburstun, og að síðustu fékk ég að velja mér verðlaun. Bara frábært :-)

1 ummæli:

  1. Nafnlaus11:49 f.h.

    Mikið varstu dugleg hjá tannsa! Ég skal trúa að hann hafi verið voða ánægður með tennurnar þínar!

    SvaraEyða