fimmtudagur, nóvember 24, 2005
Þetta var nú lítið mál
Ég fór til læknisins í morgun, andaði í smástund og það var vond lykt, og svo var ég allt í einu komin í annað rúm og við fórum heim. Ég skil ekkert í því að ég skyldi ekki sofna og læknirinn skyldi ekki taka rörið eins og mamma var búin að segja. Hún segir reyndar að ég hafi víst sofnað, en ég kannast ekkert við það. Ég var bara eldhress og viss um að ekkert hefði gerst og vildi bara labba sjálf þó ég væri eitthvað hálf óstöðug á fótunum. En ég jafnaði mig fljótt á því, svo fórum við bara heim og bökuðum og höfðum það gott heima.
föstudagur, nóvember 18, 2005
Meiri læknisheimsóknir
Í dag fór ég aftur til læknis. Ég er samt ekkert meira lasin, við vorum bara að láta eyrnalækninn kíkja á rörin mín. Og þá kom í ljós að annað rörið er ennþá í eyranu, sem það á ekki að vera, það er orðið svo gamalt að það á að vera dottið úr. Og þess vegna fékk ég víst svona illt í eyrað um daginn, það var ekki venjuleg eyrnabólga heldur sýking undan rörinu. Svo að í næstu viku fer ég aftur til hans og anda smá og sofna og svo tekur hann rörið.
Hvar er andinn?
Í gær fékk ég að fara til læknis, ég er búin að vera með svo vondan hósta undanfarið. Það var víst eitthvað flaut í lungunum mínum svo ég mátti fá svona til að anda, læknirinn útskýrði þetta allt saman og ég fylgdist náttúrulega vel með, var alveg með á hreinu hvernig þetta væri á litinn og hvað ég ætti að fá oft og allt saman. Svo fórum við mamma í apótekið til að kaupa þetta til að anda (pústið) og þá spurði ég mömmu, hvar er andinn? Svo keyptum við andann og ég fór heim og var mjög dugleg að anda.
miðvikudagur, nóvember 02, 2005
Litla rósin
Hún Nicole í Kanada sem heimsótti okkur í sumar sagði svo fallegt um nafnið hennar Júlíu Jökulrósar að okkur langar að segja ykkur frá því. Það var nokkurn veginn svona:
Í nafninu sér maður aftur tákn kvennanna í fjölskyldunni ykkar, rósina. Falleg leið til að halda áfram hefðinni og leyfa konunum í ætt ykkar að vera þetta fallega blóm sem minnir okkur á ástina :-)
Í nafninu sér maður aftur tákn kvennanna í fjölskyldunni ykkar, rósina. Falleg leið til að halda áfram hefðinni og leyfa konunum í ætt ykkar að vera þetta fallega blóm sem minnir okkur á ástina :-)
þriðjudagur, nóvember 01, 2005
Takk fyrir mig
Takk allir sem voru svo góðir að passa mig um helgina á meðan pabbi og mamma og afi og amma voru í útlöndum. Það vildi nú svo óheppilega til að kvöldið áður en þau fóru fékk ég hræðilegan verk í eyrað. Svo það var brunað á læknavaktina og ég var komin með eyrnabólgu og fékk meðal. Mér var hræðilega illt og gat ekki sofnað fyrr en mamma var búin að pína í mig verkjalyf. En svo um nóttina sprakk eyrað mitt og þá leið mér miklu betur, svo þegar ég vaknaði klukkan fimm þegar mamma og pabbi voru að fara þá var ég bara hress og glöð að fá Þórð frænda minn til að passa mig.
Hann keyrði mig svo í leikskólann og sótti mig aftur í vonda veðrinu og keyrði mig til Silju frænku. Þar fékk ég að vera alveg fram á sunnudag og ég fékk meira að segja að fara eina ferð á sleða af því að ég var alveg hress og það voru allir úti að leika á sleðum. Á sunnudaginn fór ég svo til Júlíu litlu frænku minnar og þar fékk ég að baka kanilsnúða, sjáið bara hvað ég var flott. Svo fór Þórður frændi minn með mig heim að sofa og þegar ég vaknaði voru mamma og pabbi komin heim.
Hann keyrði mig svo í leikskólann og sótti mig aftur í vonda veðrinu og keyrði mig til Silju frænku. Þar fékk ég að vera alveg fram á sunnudag og ég fékk meira að segja að fara eina ferð á sleða af því að ég var alveg hress og það voru allir úti að leika á sleðum. Á sunnudaginn fór ég svo til Júlíu litlu frænku minnar og þar fékk ég að baka kanilsnúða, sjáið bara hvað ég var flott. Svo fór Þórður frændi minn með mig heim að sofa og þegar ég vaknaði voru mamma og pabbi komin heim.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)