föstudagur, nóvember 18, 2005

Hvar er andinn?

Í gær fékk ég að fara til læknis, ég er búin að vera með svo vondan hósta undanfarið. Það var víst eitthvað flaut í lungunum mínum svo ég mátti fá svona til að anda, læknirinn útskýrði þetta allt saman og ég fylgdist náttúrulega vel með, var alveg með á hreinu hvernig þetta væri á litinn og hvað ég ætti að fá oft og allt saman. Svo fórum við mamma í apótekið til að kaupa þetta til að anda (pústið) og þá spurði ég mömmu, hvar er andinn? Svo keyptum við andann og ég fór heim og var mjög dugleg að anda.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli