miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Litli bróðir stækkar

Litli bróðir er ótrúlega duglegur að sofa, drekka og stækka. Í 5 daga skoðuninni var hann kominn vel yfir fæðingarþyngdina sína. Svo þeir sem vilja sjá hann á meðan hann er ennþá lítill eru velkomnir í heimsókn, hringið bara á undan ykkur svo mamma og pabbi verði nú örugglega komin á fætur :-) Verst finnst okkur hvað afi Guðmundur er langt í burtu, hann var nýfarin að keyra rútu þegar litli bróðir fæddist. Við söknum hans og hlökkum til að hann komist að skoða litla afastrákinn. Amma Inga Rósa sótti mig í leikskólann í gær og fór með mig í Húsdýragarðinn. Þar lentum við í brjáluðu óveðri og þurftum að flýja inn. En það var samt ótrúlega gaman, við sáum refi og meira að segja einn yrðling. Í morgun spurði ég mömmu hvort amma myndi ekki sækja mig aftur í leikskólann, hún er miklu skemmtilegri en mamma og pabbi sem eru bara alltaf í leti.

2 ummæli:

  1. Ég er búin að vera lasin svo ég hef ekki komist, ég vil líka vera alveg bötnuð áður en ég fer að hitta glænýja einstaklinga. Heilsist ykkur vel...

    SvaraEyða
  2. Til hamingju með litla bróður! Bið að heilsa í bæinn!

    SvaraEyða