þriðjudagur, janúar 16, 2007

Lasin í snjónum

Haldið þið að ég hafi ekki bara farið eins og fín frú í heimsókn út í bæ til vinkonu mömmu. Það var afskaplega skemmtilegt, þar var ótrúlega flott dót sem stóra stelpan hennar á, og svo fékk ég súkkulaðisnúð og kókómjólk. Ekki amalegt það!

Ég var því miður lasin heima alla helgina og Sigurður Pétur líka. Mamma bannaði mér líka að fara í leikskólann í gær, mér fannst það ömurlegt af henni >:-( Ég ætlaði ekkert að velja útisvæði og þá fannst mér að ég gæti bara alveg farið í leikskólann. En svo var ég orðin hitalaus í gær og mátti loksins fara í leikskólann aftur í dag. Sigurður Pétur mátti heldur ekki fara í skólann í gær, en hann var nú ekki eins mikið að skammast yfir því eins og ég. En okkur þótti báðum frekar leiðinlegt að geta ekki farið út að leika í öllum snjónum. Gabríel er hins vegar búinn að vera mjög duglegur að hoppa og skoppa og leika sér í snjónum, honum finnst það alveg frábærlega skemmtilegt. Pabbi fór með hann í labbitúr í fjöruna og hann stökk út á krapann í fjörunni þar sem hann sökk, svo pabbi þurfti að stökkva út í og bjarga honum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli