fimmtudagur, janúar 18, 2007

Skoppandi lungnabólgusjúklingur

Ég fékk að fylgja litla bróður til læknis í dag. Og af því að ég er búin að vera með leiðinda hósta í viku, og af því að mér finnst svo gaman hjá lækni, þá fékk ég líka smá skoðun. Ég var nú samt ekki mjög lasleg, dansandi um alla biðstofuna á meðan við biðum eftir að fara inn. En það kom í ljós að ég er komin með sýkingu í lungun og fæ meðal. Ég var líka búin að segja mömmu að ég þyrfti að fara til læknis! Ég segi það reyndar dálítið oft, mér finnst frábært fjör að fara til læknis. Og ég fæ semsagt að vera heima einhverja daga í viðbót, ég er búin að vera heima núna í viku að frátöldum einum degi þegar við mamma héldum að ég væri orðin frísk. Við erum búnar að gera ýmislegt skemmtilegt, í dag til dæmis bjuggum við til handa mér hálsfesti og armband úr seríosi og perlum. Svo bjuggum við líka til kórónu því ég vildi vera prinsessa. Ég ákvað síðan að skipta um nafn og tók mér nafnið Perla Lind Prinsessa, sem ég skrifaði á kórónuna.

1 ummæli:

  1. Og svo held ég nú bara svei mér þá að litli/stóri skáksnillingurinn hafi bara haft nokkuð gaman af því að leika við skáfrænku sína í afmælinu.

    Um að gera að koma í heimsókn þegar hann er á staðnum, þá getum við mamma þín spjallað eins og vindurinn.

    Næst skal ég líka hafa sparistellið, það er svo fínt.

    SvaraEyða