sunnudagur, september 30, 2007

Veisluhöld


Þá er heldur betur búið að halda upp á afmælið mitt. Í gær komu vinkonur mínar úr skólanum og við héldum fiðrildaveislu með fiðrildaskrauti, fiðrildatattúi og fiðrildaköku. Það var mjög gaman, nema mér fannst pínu erfitt að stelpurnar skyldu ekki gera allt eins og ég vildi. En svo jafnaði ég mig alveg og ég var mjög ánægð með veisluna.

Í dag kom svo öll fjölskyldan og hélt upp á bæði afmælið mitt og afmælið hans Nonna frænda. Mamma gerði Hello Kitty köku handa mér fyrir þá veislu, enda er ég mjög hrifin af Hello Kitty þessa dagana. Ég fékk einmitt Hello Kitty dagbók í afmælisgjöf í gær og skrifaði í hana: "Kæra dabók í dag var amæli ða komu flt af gestum" og svo á aðra blaðsíðu þetta: "Á morgun er anað afmli"

Og hérna sjáið þið mig svo brosa mínu blíðasta afmælisbrosi, á meðan Gabríel stendur vörð í stofuglugganum fyrir aftan mig. Þetta voru frábær afmæli og ég er alsæl með gjafirnar og veislurnar og alla skemmtunina.

1 ummæli:

  1. Nafnlaus3:48 e.h.

    Og mamma þín á heiður skilinn litla mín. Minntu hana á að hvíla sig líka stundum

    SvaraEyða