sunnudagur, mars 21, 2004

Frábær helgi

Þetta er nú aldeilis búin að vera skemmtileg helgi. Í gær komu amma og afi og náðu í mig og fóru með í leiðangur, við fórum í fjöru að henda steinum og pota í sjóinn og við gáfum öndunum í Kópavogi brauð. Ég skemmti mér líka við að elta öldur, og hlaupa upp á þúfu og hoppa aftur niður. Þetta var mikið fjör. Svo fór ég heim með þeim og lét lesa fyrir mig allar bækur sem ég fann og svo fékk ég að borða lifrarpylsu og vínber og alls kyns gott. Í morgun fórum við svo loksins aftur í sund. Það fannst mér alveg frábært og sönglaði "dunn, dunn" alla leiðina í sundið. Ég skemmti mér líka rosalega vel við að kafa og elta bolta og busla um allt. Ég var miklu öruggari en um daginn, þetta verður fljótt að koma aftur þó ég sé aðeins búin að gleyma frá því á sundnámskeiðinu. Þegar við vorum búin í sundi vildi ég helst bara fara strax aftur í sund, en mamma lofaði að við skyldum fara aftur fljótlega. Svo fékk ég að fara að sjá Sigurð Pétur í karate, það var sko flott! Núna er ég að leggja mig, og svo ætluðu pabbi og mamma með okkur í húsdýragarðinn, en það er eitthvað svo kalt og hvasst að ég held að þau séu að guggna á því. Við finnum okkur þá bara eitthvað annað skemmtilegt að gera, kannski förum við í einhvern smá leiðangur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli