Ég er komin með hræðilega gubbupest, og ekki nema vika síðan ég var síðast með gubbupest! Verst að þessi er miklu verri en sú síðasta, ég finn ósköp mikið til og líður voða illa. Mér líður samt ágætlega á milli, en ef ég borða eitthvað þá bara tollir það í maganum mínum í 5-10 mínútur. Ég vona bara að mér batni fljótt, því á morgun ætlar hún Silja frænka mín og Haukur frændi minn að koma í heimsókn til okkar, það verður örugglega mikið fjör.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli