mánudagur, apríl 05, 2004
Hress og kát
Já nú er ég sko hress og kát. Ég er alveg búin að jafna mig eftir óhræsis sprautuna og ég fékk meðal (melali) til að losa mig við yfirvofandi eyrnabólguna, svo nú er bara ekkert að angra mig. Helgarnar eru hver annarri skemmtilegri núna, á laugardaginn fór ég í heimsókn til afa og ömmu og hitti þar Sunnu og Magga, borðaði fullt af súkkulaðikexi og skaut nokkrar hænur. Á sunnudaginn var ótrúlega gott veður og við mamma fórum út að prófa þríhjólið sem mamma og pabbi fóru loksins að sækja um daginn, það nefnilega gleymdist í Bakkastöðum þegar þau fluttu þaðan fyrir tveimur árum. Mér fannst mjög spennandi að prófa hjólið, ég er reyndar aðeins of lítil fyrir það ennþá svo ég verð að drífa mig að stækka svolítið. Svo fórum við í labbitúr og hittum litla stelpu sem á heima rétt hjá okkur, hún er eins árs og heitir Ísey. Það var nú aldeilis frábært, kannski getum við leikið okkur saman þegar við erum búnar að stækka smá. Við hittum líka litla kisu sem var að leika sér og hoppa upp í loft að reyna að veiða flugur. Það fannst mér fyndið og reyndi að herma eftir kisunni. Svo kom hún líka til mín og leyfði mér að klappa sér smá, það fannst mér ótrúlega spennandi. Þetta var sem sagt morgunleiðangurinn, svo þegar ég var búin að leggja mig í kerrunni fórum við í sund og þar fann ég upp nýjan leik sem er mjög skemmtilegur. Hann er þannig að ég sit uppi á svona flötum korki og velti mér svo af honum út á hlið og beint á bólakaf.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli